Íþróttaráð

49. fundur 25. júní 2015 kl. 16:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason formaður
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason varafulltrúi
  • Árni Þorsteinsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1505591 - DÍK-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016.

Lögð fram beiðni félagsins, þar sem óskað er eftir 6,5 tímum í íþróttahúsi Kópavogsskóla á næsta vetri.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um tíma í Kópavogsskóla.

2.15062343 - Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

Lagt fram
Ákvörðun Bæjarráðs Kópavogs þann 18.6 sl., um að fara í útboð á rekstri heilsuræktar í sundlaugum Kópavogs vekur undrun þar sem að málið hefur ekki verið lagt fyrir íþróttaráð en ráðið skal samkvæmt erindisbréfi um starf nefndarinnar vera ráðgefandi í málefnum sem koma að íþróttum og heilsueflingu innan bæjarins. Hvers vegna var ekki leitað til Íþróttaráðs að þessu sinni hvaða leið skuli fara varðandi rekstur og fyrirkomulag heilsuræktar í sundlaugum bæjarins?
Hér skal minnt á að bæjarbúar voru með fjölmenna undirskriftasöfnum vorið 2014 vegna fyrirhugaðra breytinga á rekstrinum þá. Einnig skal hér ítrekað mikilvægi þess að bæjarbúar eigi möguleika á góðum og ódýrum kosti til heilsueflingar í nærumhverfi til að stuðla að bættum lífsgæðum.
Samfylkingin óskar eftir faglegum vinnubrögðum hvað varðar þetta málefni sem skiptir sköpum fyrir bæjarbúa.
Fulltrúar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna og félagshyggjufólks taka undir bókunina.

3.1506124 - Starfshópur um framtíðarskipulag knattspyrnumála í Kópavogi

Almennar umræður um stöðu málsins og drög að fundaráætlun fyrir fyrstu 5 fundi nefndarinnar.

4.1504776 - Viðurkenningar vegna góðs árangurs.

Umræður um útlit.

5.1506123 - Endurbætur á Strandblaksvöllum við Fagralund

Lögð fram svör Blakdeildar HK um umfang og starf á strandblaksvöllunum.
Íþróttaráð fjallaði um erindið og fagnar blómlegu starfi Blakdeildar HK. Tekið er undir sjónarmið um mikilvægi þess að gæta að viðhaldi þeirra mannvirkja sem notuð eru í starfi deildarinnar. Íþróttaráð vísar erindinu til Íþróttadeildar til skoðunar í tengslum við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

6.1505635 - Vatnaliljur-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fram beiðni félagsins, þar sem óskað er eftir því að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt á tímabilinu (14/15).
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins.

7.1505634 - Ísbjörninn-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fram beiðni félagsins,þar sem óskað er eftir því að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt á síðasta vetri (14/15) Einnig óskar félagið eftir því að komast inn í Kórinn á vorönn 2016.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um afgangstíma (eftir kl. 21) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur. Félaginu stendur til boða að leigja tíma í Kórnum á vorönn eins og öllum öðrum.

8.1505409 - Örninn Knattspyrnufélag - Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/201

Lögð fram beiðni félagsins, þar sem óskað er eftir því að nýta gervigrasið í Kórnum áfram sem heimavöll í Knattspyrnu. Jafnframt óskar félagið eftir 3 æfingar á sama velli yfir sumartíma,alls 4,5 tíma. Félagið óskar eftir aðstöðu til inniæfinga yfir vetrartíma og æfinga í Fagralundi.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um afgangstíma (eftir kl. 21) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur. Félaginu stendur til boða að leigja tíma í Kórnum og Fífunni eins og öllum öðrum.

9.1505592 - Íþróttafélag Stál-Úlfs-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016.

Lagðar fram beiðnir félagsins:
Knattspyrnudeild- sækir um 3 tíma á gervigrasi í Fagralundi (1,5 tíma mánudag og fimmtudag). Auk þessa sækir félagið um tíma fyrir Futsal 2 x 1,5 tíma í Digranesi.
Körfuknattleiksdeild- sækir alls um 4,5 tíma fyrir æfingar í Kársnes og Lindaskóla auk keppnistíma
Börn af erlendum uppruna - sækir alls um 3 tíma fyrir æfingar í Kársnes/Linda og Kórnum /Fífunni
Knattspyrnudeild- hægt er að verða við óskum deildarinnar um afgangstíma (eftir kl. 21) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur. Félaginu stendur til boða að leigja tíma í Kórnum og Fífunni eins og öllum öðrum. Skoða þarf möguleika á einum tíma fyrir Futsal í Digranesi á sunnudögum.

Körfuknattleiksdeild - Félagið fær alls til ráðstöfunar 4 klst í íþróttahúsi Kársnes. Íþróttaráð felur íþróttadeild að kanna möguleika varðandi keppnistíma fyrir deildina í þeim mannvirkjum sem uppfylla þau skilyrði sem á þarf að halda.

Börn af erlendum uppruna- Félagið fær alls til ráðstöfunar 4 klst í íþróttahúsi Kársnes.

10.15062265 - Augnablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016.

Lögð fram beiðni félagsins, þar sem óskað er eftir 6 tímum á viku undir starfsemi barna- og unglingastarfs í körfuknattleik. Sótt er um aðstöðu í Þinga-, Kóra- eða Hvarfahverfi. Einnig sækir deildin um 2,5 tíma til keppni í Kórnum eða sambærilegu húsi fyrir meistaraflokk félagsins í körfuknattleik og tíma undir 3 æfingar í viku 1-2 tíma í senn.
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum félagsins að öðru leiti en því að félagið fær til ráðstöfunar tvo tíma, annan í Kársnesi og hinn í Lindaskóla, vegna æfinga meistaraflokks. Íþróttaráð felur íþróttadeild að kanna möguleika varðandi keppnistíma fyrir deildina í þeim mannvirkjum sem uppfylla þau skilyrði sem á þarf að halda. Að auki felur Íþróttaráð íþróttadeild að finna æfingatíma fyrir barna og unglingastarf deildarinnar í Kórnum og upplýsa Íþróttaráð um þá niðurstöðu á næsta fundi ráðsins.
Við afgreiðslu þessa dagskrárliðar sat Sigurjón Jónsson hjá.

11.1505623 - Glóð-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fram beiðni félagsins, þar sem félagið óskar eftir 17 tímum í íþróttahúsi Kópavogsskóla, 2 klukkustundir í Kórnum og Digranesi auk þess að halda tímum sínum í Smáranum fyrir Ringó. Félagið leitar einnig eftir aðstöðu fyrir Jógahóp og Boccia.
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk félagsins varðandi fjölda tíma í Kópavogsskóla, en félaginu er boðin sami tímafjöldi og á síðasta ári eða 12 tímar. Leitað verður eftir að finna lausan tíma í Kórnum ef eyður eru í skólatöflu. Félaginu er einnig boðið að nýta lausa tíma í Vestursal í Digranesi í samráði við forstöðumann.

12.1505521 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2

Lögð fram tímatafla félagsins fyrir kjallaranum í Digranesi.
Samþykkt

13.1504773 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2015-2016

Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Jafnframt lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar sem byggja á töflum frá síðastliðnu ári og á þeim tillögum sem fyrir liggja.
Íþróttaráð er nú í fyrsta skipti að úthluta æfingaaðstöðu eftir nýsamþykktum reglum um afnot í íþróttamannvirkkjum bæjarins. Við yfirferð umsóknanna kom í ljós að lagfæra orðalag í 2. grein reglnanna um styrkhæfi. Lagt er til að bæta "eða Íslandsmótum í" inn í grein 2.c.
Eftir breytingu hljóðar grein svo; c) Meistaraflokka í hóp- og einstaklingsíþróttum sem keppa í efstu deild eða Íslandsmótum í viðkomandi íþróttagreinum.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með hversu snemma hægt er að afgreiða tímatöflur íþróttamannvirkja bæjarins og jafnframt hversu vel gekk að mæta óskum íþróttafélaganna.
Hins vegar telur Íþróttaráð að í sumum tilvikum hafi skort á að fullnægjandi gögn hafi borist frá íþróttafélögunum í samræmi við þá forskrift sem fram kemur í úthlutunarreglunum. Íþróttaráð felur íþróttadeild að fylgja því eftir að við næstu úthlutun verði fullnægjandi upplýsingagjöf í samræmi við úthlutunarreglurnar.

14.1505624 - Hvönn-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fram tímatafla félagsins fyrir danssalnum í Kórnum.
Samþykkt.

15.1505408 - GKG - Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fram beiðni félagsins um afnot af íþróttasal 2 x í viku.
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum félagsins, nema ef afgangstímar verði til ráðstöfunar

16.1505679 - HK-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lagðar fram sameiginlegar beiðnir frá deildum félagsins, þar sem óskað er eftir:

Blakdeild HK- 4 tímum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla eins og undanfarin ár.
Handknattleiksdeild HK- 41 klukkustund í stóra salnum í Digranesi og 6 tímum í íþróttahúsi Kársnes.

Bandýdeild - 16 klukkustundum í stóra salnum í Digranesi.
Íþróttaráð hefur samþykkt eftirfarandi varðandi þessar þrjár deildir:

Blakdeild HK- íþróttaráð getur orðið við óskum deildarinnar

Handknattleiksdeild HK-Hægt að verða við óskum deildarinnar um tíma í Kársnesi. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um tímafjölda í Digranesi en lagt til að félagið hafi til ráðstöfunar tíma í stóra salnum á virkum dögum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 21:00 á kvöldin. Deildin fær einnig úthlutað tímum um helgar undir æfingar og leiki.

Bandýdeild HK- Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um tímafjölda í Digranesi en lagt til að félagið hafi til ráðstöfunar tíma í stóra salnum á virkum dögum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 21:00 á kvöldin. Deildin fær einnig úthlutað tímum um helgar undir æfingar og leiki.

17.1505684 - Gerpla-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fram beiðni félagsins um að fá aðgang að Lindaskóla 4 daga í viku 4-5 tíma í senn.
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum félagsins, en Gerpla fær úthlutað 2 dögum í Lindaskóla 5 tíma í senn ? alls 10 tímum.

18.1506498 - Breiðablik-Umsókn um afnot af sundlaugum Kópavogs fyrir æfingar deildarinnar.

Beiðni frá sunddeild Breiðabliks lögð fram, þar sem deildin sækir um tíma í Sundlaug Kópavogs (innilaug, útilaug og barnalaug inni) og í Salalaug (útilaug og innilaug).
Íþróttaráð getur ekki samþykkt beiðni um fjölgun tíma/brauta. Vísað til forstöðumanna sundlauganna til frekari úrvinnslu

19.1505633 - Skákdeild Breiðabliks-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fram beiðni frá skákdeild Breiðabliks um að æfingar fara fram í stúkunni á Kópavogsvelli .
Íþróttaráð telur að þar sem æfingarnar fara fram í stúkunni á Kópavogsvelli, hafi þær ekki áhrif á úthlutun.

20.1505702 - Skíðadeild Breiðablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fram beiðni skíðadeildar Breiðabliks um 1.klukkustund í stóra salnum í Digranesi milli kl. 18-19 á virkum degi.
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum deildarinnar um tíma í stóra salnum en deildinni er boðið að nýta Vestursalinn undir æfingar deildarinnar líkt og á síðasta ári.

21.1506126 - Frjálsíþróttad. Breiðablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/20

Lögð fram beiðni Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks, þar sem óskað er eftir 2 tímum í Fagralundi fyrir íþróttaskóla. Auk þess er deildin með tíma í Smáranum og Fífunni. (Kópavogsbær hefur styrkt deildina um kr. 300.000 fyrir leigu í Laugardalshöll).
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk deildarinnar um tíma í Fagralundi.

22.1505637 - Körfuknattleiksdeild Breiðablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 20

Lögð fram beiðni körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, þar sem óskað er eftir 8 tímum í íþróttahúsi Kársnes, 11,5 tímum í Lindaskóla og 3 tímum í Fagralundi á næsta vetri.
Íþróttaráð getur orðið við óskum deildarinnar varðandi tíma í Kársnesi og Lindaskóla, en mælir með því að deildin fái 1 tíma í Fagralundi fyrir byrjendaflokk.

23.1505703 - TKD-Breiðablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016

Lögð fyrir beiðni TKD deild Breiðabliks um óbreytta tíma í Lindaskóla á næsta vetri.
Íþróttaráð getur orðið við óskum TKD deilar um óbreytta tíma í Lindaskóla

Fundi slitið.