Lagðar fram tillögur íþróttadeildar að tímatöflum veturinn 2014/2015 fyrir íþróttamannvirki bæjarins. Lagt fram bréf frá aðalstjórn HK, þar sem lýst er stuðningi við tillögurnar í meginatriðum. Þó óskar félagið eftir að fá leigða tíma í Digranesi (4) og Kórnum (2) undir starfsemi sína ásamt því að fá fleiri tíma í Kársnesi fyrir barna- og unglingastarf handboltans. Jafnframt lagt fram afrit tölvupósts frá frk.st. aðalstjórnar Breiðabliks þar sem hann lýsir vilja félagsins til þess að rammi framlagðra tímataflna gangi upp en ítrekar þó þá kröfu félagins að fá amk. einn tíma í upphafi vikunnar milli 17-18 í Digranesi. Í framlögðu erindi frá Gerplu kemur m.a. fram að félagið hefur þurft að leigja tíma í Garðabæ, Reykjavík, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ á síðasta ári.