Íþróttaráð

1. fundur 22. mars 2011 kl. 17:00 - 18:45 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1102366 - Fundur með Skíðadeild Breiðabliks v/ framtíðar deildarinnar

Á fundinn mættu fulltrúar skíðadeildar Breiðabliks og gerðu í stuttu máli grein fyrir starfsemi deildarinnar og þeim aðstæðum sem skíðaiðkendur búa við í Bláfjöllum. Jafnframt greindu þau frá þeim kostum sem væru í stöðunni til að bæta aðstöðu á skíðasvæðinu og nefndu þar helst snjóframleiðslu.

Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að Kópavogsbær taki frumkvæðið í því að farið verði í nauðsynlega úttekt á hugsanlegum áhrifum snjóframleiðslu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum.

2.1103221 - Styrkir vegna sumarnámskeiða íþrótta- og tómstundafélaga 2011

Lagt fram efni vegna styrkveitinga til sumarnámskeiða 2011, m.a. reglur um styrkveitingar, umsóknareyðublað o.fl. , sem send verða íþrótta- og tómstundafélögum í Kópavogi.  Íþróttaráð felur starfsmönnum að aðlaga reglurnar að þeim breytingum sem fram komu á fundinum.  Íþróttaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti en frestar ákvörðun um framlög til námskeiðshaldara þar til samþykki frístunda- og forvarnanefndar liggur fyrir. 

Íþróttaráð  vill beina því til  íþrótta- og tómstundafélaga í bænum að þau leitist við að halda námskeiðsgjöldum sumarnámskeiðanna í lágmarki.

3.1012385 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2011

Lögð fram tillaga frá íþróttadeild um opnun sundlauganna á rauðum dögum og hátíðardögum á árinu 2011.

Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu með þeim breytingum að opið verði í Sundlaug Kópavogs á hvítasunnudag en lokað í lauginni  annan í hvítasunnu. 

4.1102370 - Knattspyrnusamband Íslands. Ósk um U-21 árs landsleik á Kópavogsvelli 2011

Íþróttaráð fagnar því að fá landsleiki í bæjarfélagið og felur starfsmönnum að ganga til viðræðna um framkvæmd leiksins, vallarleigu og skiptingu aðgangseyris.

5.1102371 - Frjálsíþróttasamband Íslands. Ósk um afnot af Kópavogsvelli fyrir Bikarkeppni FRÍ

Lagður fram tölvupóstur, dags. 22. febrúar sl., þar sem Frjálsíþróttasamband Íslands dregur til baka umsókn um afnot af Kópavogsvelli fyrir Bikarkeppni FRÍ í ágúst nk.

6.1103106 - Krullufélag Kópavogs - Kynningarbréf - lög og reglur félagsins

Lagt fram kynningarbréf frá nýstofnuðu Krullufélagi Kópavogs (Curling) ásamt lögum félagsins og skipan stjórnar.  Þar er greint frá stofnun  sem og áætlunum félagsins um  að hefja æfingar næstkomandi haust.

7.1004443 - HK - blakdeild. Öldungamót 2011 og 2012 - Afnot af íþróttahúsum

Lagt fram erindi Aðalstjórnar HK, f.h. Blakdeildar HK, þar sem sótt er fá að halda öldungamót BLÍ í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar í apríl 2012.

Íþróttaráð fellst á erindið enda feli það ekki í sér neinn beinan kostnað fyrir bæjarfélagið.

 

8.1103258 - Kraftaklúbburinn Kammó - Kraftamót á bílastæði Kópavogsvallar og Sporthússins 10. september 2011

Lagður fram tölvupóstur frá Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttur, f.h. Kraftaklúbbsins Kammó, dags. 17. mars sl., þar sem óskað er eftir því að fá afnot af  hluta bílastæða við Kópavogsvöll og Sporthúsið undir Kraftamót dagana 9. til 10. september nk.  Keppnisgjöld af mótinu munu renna til góðgerðarmála.

Íþróttaráð samþykkir erindið verði því við komið vegna starfsemi Kópavogsvallar og felur forstöðumanni að annast samskipti við hlutaðeigandi.

Fundi slitið - kl. 18:45.