Íþrótta- og tómstundaráð

248. fundur 19. apríl 2010 kl. 08:15 - 09:30 Fannborg 2, 2. hæð, Litli salur
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson deildarstjóri ÍTK
Dagskrá

1.1003040 - Sumarnámskeið 2010.

Verkefnastjóri tómstundamála, Arna Margrét Erlingsdóttir kom á fundinn og kynnti sumarnámskeið sem verða í boði í Kópavogsbæ sumarið 2010, þar á meðal tvö ný námskeið.

 

ÍTK samþykkir tillögur verkefnastjóra.  ÍTK fagnar fjölbreytilegu framboði sumarnámskeiða í bænum og leggur áherslu á mikilvægi þess að öll börn sem þess óska geti sótt námskeiðin.

2.1003053 - Verðskrár íþróttafélaga 2010.

Lögð fram frumgögn um verðskrár íþróttafélaganna í Kópavogi og samanburð milli ára.  ÍTK felur starfsmönnum Tómstunda- og menningarsviðs að afla að auki upplýsinga frá félögum utan Kópavogs, greina þær frekar og leggja það að nýju fyrir ráðið.

3.1003199 - Bréf frá Ásdís Ólafsdóttur vegna Sundlaugar Kópavogs.

Deildarstjóri ÍTK greindi frá fundi sem haldinn var með Ásdísi Ólafsdóttur, íþróttakennara í framhaldi af bréfi sem hún sendi ráðinu.  Fundinn sátu auk Ásdísar og deildarstjóra, forstöðumenn sundlauganna, íþróttafulltrúi, sviðsstjórar Fræðslusviðs og Tómstunda- og menningarsviðs og Ragnar Róbertsson íþróttakennari.

ÍTK þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.

4.1004263 - Endurbætur á íþróttagólfi Digraness

Greint frá fyrirhuguðum endurbótum á gólfi í íþróttahúsi Digraness.

5.1004302 - Stefnumótun ÍTK

ÍTK telur mikilvægt að unnið verði áfram að stefnumótun á íþrótta- og æskulýðsmálum í Kópavogi. 

6.1004303 - Kópavogsbær tekur við nýjum íþróttamannvirkjum í Kórnum

ÍTK kallar eftir tillögum frá starfsmönnum Tómstunda- og menningarsvið um nýtingu á húsnæðinu í Kórnum.

Fundi slitið - kl. 09:30.