Íþrótta- og tómstundaráð

264. fundur 16. febrúar 2011 kl. 08:00 - 10:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1011280 - Fjárhagsáætlun 2011. ÍTK.

Meirihluti íþrótta- og tómstundaráðs harmar þann mikla niðurskurð sem ráðið hefur þurft að beita við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2011. Það er dapurlegt að verða vitni að því hversu höllum fæti bæjarsjóður Kópavogs stendur vegna óráðsíu undanfarinna ára.

2.1012385 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2011.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að skoðaður verður möguleikinn að færa opnunartíma sundlauga bæjarins til fyrra horfs. Augljóst er að minni þjónusta sundlauganna virðist ekki hafa skilað tilætluðum sparnaði vegna minnkandi aðsóknar. Áhugavert væri að skoða möguleikana á enn lengri opnunartíma og samstarfi við ýmis félagsamtök og hópa. Lagt er til að kallaður verði saman rýnihópur til að skoða nýjar leiðir. 

  

3.1102367 - Niðurgreiðsla æfingagjalda 2009-2010. Samantekt.

Niðurstöður greiningar á niðurgreiðslu æfingagjalda fyrir 2009 / 2010 kynntar. Starfsmenn ráðsins munu greina gögnin enn frekar. 

4.1102371 - Frjálsíþróttasamband Íslands. Ósk um afnot af Kópavogsvelli fyrir Bikarkeppni FRÍ.

Erindinu frestað.

5.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

ÍTK lýsir yfir ánægju sinni með Umhverfisstefnu Kópavogs.

6.1101134 - Fyrirspurn. Hjálmar Hjálmarsson lýsti áhyggjum sínum af minnkandi aðsókn að sundlaugunum og beinir þ

Vísað í fyrri bókun ráðsins, sjá mál númer 1012385.

7.1102368 - Erindi frá Ingibjörgu G. Geirsdóttur v/ niðurgreiðslu Knapamerkjanámskeiðs

ÍTK synjar erindinu þar sem námskeiðið nær ekki fullum tveimur önnum. 

8.1101630 - Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, bréf til ÍTK vegna niðurgreiðslulista tómstundafélaga.

ÍTK getur ekki orðið við erindinu.

9.1101629 - Lífsýn, bréf vegna niðurgreiðslulista tómstundafélaga.

ÍTK synjar erindinu.

10.1102363 - Leiga á Kópavogsvelli vegna Evrópukeppni 2011.

ÍTK samþykkir erindið.

11.1102366 - Erindi frá Skíðadeild Breiðabliks v/ framtíðar deildarinnar.

ÍTK mun funda með skíðadeildinni við fyrsta tækifæri.  

12.1101624 - Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, 2011.

Lagt fram.

13.1102370 - Knattspyrnusamband Íslands. Ósk um U-21 árs landsleik á Kópavogsvelli 2011.

Lagt fram. Frestað.

14.1102365 - Breytingar á styrkjum til íþrótta- og tómstundamála 2011.

Lagt fram.

Í kjölfar skipulagsbreytinga þakkar nefndin fyrir gott samstarf við starfsfólk ÍTK. Unu Eydísi Finnsdóttur þakkað sérstaklega gott samstarf og henni óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 10:00.