Íþrótta- og tómstundaráð

258. fundur 20. október 2010 kl. 08:00 - 09:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1009212 - Umsókn kraftlyftingadeildar Breiðabliks um afnot gömlu stúkunnar á Kópavogsvelli undir starfsemi dei

ÍTK bókar eftirfarandi: ,,Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að Kraftlyftingadeild Breiðabliks fái aðstöðu í norðurenda á neðstu hæð nýju stúkunnar á Kópavogsvelli.  Þannig eru húsnæðismál kraftlyftingamanna leyst á farsælan hátt.  Öll hreinlætisaðstaða og fataskiptiklefar eru til staðar í stúkunni og er því kostnaður við standsetningu enginn eða í algjöru lágmarki. 

Úthlutaður æfingatími er milli 14:00 til 19:00 alla virka daga.  Athuga þarf sérstaklega hvort þörf sé á sérstakri gæslu eða húsvörslu á þessum tíma.  Gera skal ráð fyrir því að kraftlyftingadeildin hafi aðgang að æfingaaðstöðunni um helgar án þess að sérstök húsvarsla sé á staðnum í samráði við vallarstarfsmenn. 

Samkvæmt samantekt um mannvirkin á Kópavogsvelli var ekki gert ráð fyrir því að stúkan yrði notuð sem vélageymsla og liggur því beint við að nýta þetta glæsilega mannvirki undir íþróttastarfsemi eins og því var ætlað í upphafi.  Vélar og önnur áhöld sem geymd eru í þessu rými í dag þurfa að komast í geymslu á hentugum stað.  Nú þegar er hægt að taka til hendinni í gömlu stúkunni og nýta hana mun betur heldur en gert er.  Jafnframt er nú þegar töluvert af lausu húsnæði í eigu bæjarins og getur því vélakosturinn staðið þar í vetur. 

Engar breytingar þarf að gera á húsnæðinu og skal stefnt að því að kraftlyftingadeildin geti hafið æfingar 10. nóvember 2010. 

Starfsmönnum ÍTK er falið að vinna að þessum breytingum í samvinnu við starfsmenn Kópavogsvallar.

Stefnt skal að aukinni nýtingu á húsinu í framtíðinni."

2.1010139 - Umsókn um niðurgreiðslu vegna korts í Sporthúsinu.

ÍTK sér sér ekki fært að verða við erindinu.

3.1009235 - Umsókn um undanþágu vegna tómstundastyrks.

ÍTK sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.1009300 - Styrkumsókn vegna þáttöku í 32 liða úrslitum í forkeppni Meistaradeildar kvenna

ÍTK sér sér ekki fært að styrkja verkefnið en mælist til þess að sótt verði um ferðastyrk ÍTK.

5.1009048 - Vettvangsferðir, skipulag nefndar ÍTK.

Farið í vettvangsferð í íþróttamiðstöðina Versali.

Fundi slitið - kl. 09:30.