Íþrótta- og tómstundaráð

246. fundur 08. mars 2010 kl. 08:00 - 09:30 Fannborg 2, 2. hæð, Litli salur
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1003040 - Sumarnámskeið 2010.

Arna Margrét Erlingsdóttir kom á fundinn og kynnti reglur og umsóknarferli vegna sumarnámskeiða á vegum Kópavogsbæjar.  Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir reglurnar og að þær séu sendar út til íþrótta- og tómstundafélaga í bænum. 

2.1003001 - Niðurgreiðsla v/ 2ja greina

Íþrótta- og tómstundaráð hafnar umsókn DÍK um breytingar á reglum um niðurgreiðslu æfingagjalda. 

3.1002276 - Umsókn um niðurgreiðslu æfingagjalda.

Íþrótta- og tómstundaráð lítur jákvætt á erindið og felur íþróttafulltrúa að afgreiða málið. 

4.1003053 - Verðskrár íþróttafélaga 2010.

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir upplýsingum frá íþróttafélögum í Kópavogi um verðskrár æfingagjalda 2009-2010.  Íþróttafulltrúa falið að afgreiða málið. 

Fundi slitið - kl. 09:30.