Íþrótta- og tómstundaráð

243. fundur 05. janúar 2010 kl. 16:00 - 18:00 í Salnum, Hamraborg 6
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1001092 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2010.

Á fundinn mætti Jón Júlíusson, deildarstjóri ÍTK, og kynnti tillögur að nýrri gjaldskrá að sundsstöðum Kópavogsbæjar.

ÍTK samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.

2.912741 - Íþróttahátíð Kópavogs 2009.

Farið yfir dagskrá og skipulag Íþróttahátíðar Kópavogs 2009 sem haldin verður í Salnum  kl 18:00 í dag en dagskráin er eftirfarandi:

 

a.       Setning  hátíðar.

b.      Veittar viðurkenningar til 28 íþróttamanna í aldursflokknum 13-16 ára fyrir góðan árangur í leik og keppni.

c.       Veittar viðurkenningar til 10 íþróttamanna í aldursflokknum 17 ára og eldri fyrir góðan árangur í leik og keppni.

d.      Flokkur ársins í Kópavogi 2009 útnefndur. 

e.       Heiðursviðurkenningar  ÍTK veittar.

f.       Afreksstyrkir 2010 kynntir og afhentir til styrkhafa.

g.      Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs árið 2009.

h.      Ávörp gesta. 

i.        Hátíðarslit.

3.912743 - Heiðursviðurkenning ÍTK

ÍTK samþykkir að veita Magnúsi Jakobssyni hjá frjálsíþróttadeild Breiðabliks heiðursviðurkenningu ÍTK á Íþróttahátíð Kópavogs 2009 fyrir ómetanleg störf að íþróttamálum í Kópavogi.  

4.910451 - Niðurgreiðsla æfingagjalda.

ÍTK samþykkir að námskeið hjá eftirtöldum aðilum verði tekin á lista yfir þá aðila sem falla undir reglur um Niðurgreiðslur æfingagjalda:

 

a)      Sönglist

b)      Söngskóli Maríu Bjarkar

c)      Tónvinnsluskóli Þorvaldar Bjarna

Fundi slitið - kl. 18:00.