Íþrótta- og tómstundaráð

239. fundur 02. nóvember 2009 kl. 08:00 - 09:30 Litli salur 2. hæð
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.910451 - Niðurgreiðsla æfingagjalda.

Íþróttafulltrúi kynnti niðurstöður vegna niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundagreina fyrir árið 2008-2009.  Íþróttafulltrúa falið að afla frekari gagna. 

2.910497 - Siðareglur HK.

Lagt fram til kynningar.  ÍTK fagnar framtaki félagsins.

3.910181 - Óskað eftir að Kópavogsbær styrki rekstur eins Íslandsmeistaramóts í samkvæmisdönsum.

ÍTK lítur jákvætt á að styrkja DSÍ vegna leigu á húsnæði en telur ekki rétt að styrkja vegna búnaðar.

4.910447 - Kraftlyftingadeild Breiðabliks, umsókn um ferðastyrk vegna Auðunns Jónssonar.

Afgreitt í samræmi við reglur um ferðastyrki ÍTK.  Samþykktur er styrkur upp á 15 þúsund krónur.

5.910498 - Umsókn um styrk v/ knattspyrnumóts

Íþróttafulltrúa falið að afgreiða málið.

6.910240 - Fundargerðir Skákstyrktarsjóðs Kópavogs

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:30.