Íþrótta- og tómstundaráð

255. fundur 08. september 2010 kl. 08:00 - 09:30 í Fannborg 2, 2. hæð Litli salur
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.908023 - Samstarf HK, Breiðabliks og Kópavogsbæjar um þjónustu við bæjarbúa.

Á fundinn mættu Sigurjón Sigurðsson, formaður HK og Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks.  Gerðu þeir grein fyrir samstarfi og samvinnu félaganna varðandi framtíðarþjónustusvæði þeirra í bænum, og samskipti þeirra við bæjaryfirvöld í tengslum við það.

ÍTK samþykkir að vinna málið vel og skipulega í samráði við bæjarfulltrúa.

2.1008152 - Tímatöflur íþróttahúsa.

Æfingatöflur íþróttahúsanna kynntar fyrir nefndinni.  ÍTK leggur áherslu á að fylgst sé vel með nýtingu í húsunum. 

3.1009046 - Starfsmannamál, ÍTK.

Starfsmenn nefndar upplýstu ráðið um starfmannamál og ráðningar á vegum íþrótta- og æskulýsdeildar. 

4.1009049 - Íþróttafélagið Stál-úlfur, upplýsingar.

Nýtt íþróttafélag kynnt fyrir ráðinu.  Félagið óskaði eftir tímum í íþróttahúsum bæjarins og reynt verður að verða við þeim óskum.

5.1008249 - Beiðni um styrk vegna tómstundaiðkunar, hljóðfæranáms í Tónsölum.

Erindinu er frestað.

6.1008227 - Umsókn um styrk vegna kvikmyndarinnar 42,2.

Erindinu er frestað.

7.1009048 - Vettvangsferðir, skipulag nefndar ÍTK.

Farið yfir skipulag vetrarins, og rætt um áætlaðar vettvangsferðir í íþróttamannvirki bæjarins.

Fundi slitið - kl. 09:30.