Íþrótta- og tómstundaráð

256. fundur 22. september 2010 kl. 08:00 - 09:30 í Fannborg 2, 2. hæð Litli salur
Fundargerð ritaði: Una Eydís Finnsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.1009116 - Niðurgreiðsla á Dale Carnegie námskeiðum.

ÍTK sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo komnu máli.

2.1008249 - Beiðni um styrk vegna tómstundaiðkunar, hljóðfæranáms í Tónsölum.

Umræður.  Kópavogsbær greiðir samkvæmt lögum stóran hluta rekstrarkostnaðar við tónlistarskóla í Kópavogi, s.s. laun kennara en skólagjöld standa undir öðrum rekstrarkostnaði. 

ÍTK sér sér ekki fært að verða við erindinu en vísar því til frekari skoðunar hjá Félagsmálaráði Kópavogs. 

3.1008227 - Umsókn um styrk vegna kvikmyndarinnar 42,2.

ÍTK sér sér ekki fært að styrkja verkefnið en hvetur Kristján Inga og félaga til dáða. 

4.1009212 - Umsókn kraftlyftingadeildar Breiðabliks um afnot gömlu stúkunnar á Kópavogsvelli undir starfsemi dei

Starfsmönnum falið að kanna með hvaða hætti hægt sé að verða við óskum kraftlyftingadeildar Breiðabliks.

5.1009048 - Vettvangsferðir, skipulag nefndar ÍTK.

Farið í vettvangsferð í Sundlaug Kópavogs og Fagralund.

Fundi slitið - kl. 09:30.