Íþrótta- og tómstundaráð

245. fundur 22. febrúar 2010 kl. 08:00 - 09:00 Fannborg 2, 2. hæð, Litli salur
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1001176 - Sérstyrkir 2010.

Íþrótta- og tómstundaráð hefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á vinnureglum um sér- og ferðastyrki fyrir árið 2010:

- Mótastyrkir falla niður

- Viðmiðunarupphæð ferðastyrkja lækkar

- Viðmiðunarupphæð þjálfarastyrkja lækkar

2.1001147 - Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ 2010.

Íþrótta- og tómstundaráð tók erindið fyrir á 244. fundi. 

3.1002186 - Styrkumsókn vegna knattspyrnunámskeiða 2010.

Íþrótta- og tómstundaráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. 

4.1002204 - Umferð bifreiða að inngangi Íþróttamiðstöðvarinnar við Versali.

ÍTK þakkar bréfritara fyrir ábendingar hans og fagnar því jafnframt að hann telji að umferðarmál við Versali hafi batnað.  Íþróttafulltrúa er falið að svara erindinu.                                         

5.1002205 - Bifreiðastæði fatlaðra við Smárann og Fífuna.

ÍTK þakkar ábendingarnar og lítur jákvætt á erindið.  Ráðið óskar eftir því við bæjarráð að það feli sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs úrvinnslu málsins. 

6.910259 - Sumarnámskeið 2009

Lagt fram. 

Fundi slitið - kl. 09:00.