Frá formanni og varaformanni hafnarstjórnar, dags.09.11.2023, lagðar fram eftirfarandi tillögur um breytingar á skipulagi hafnarinnar:
1. Suður/vestur kantur hafnarinnar, grjótgarðurinn, verði færður til vesturs og
suðurs um það bil 50 gráður (samkv.hjálagðri teikningu).
2. Austur og norðurkantur hafnarinnar þ.e. frá bátasvæðinu að legubakka verði
allur skilgreindur sem hluti hafnarsvæðisins, en góður kafli þessa svæðis heyrir
ekki undir höfnina í dag.
3. Steypt renna, sem er við hlið bryggjunnar sem afmarkar bátahöfnina frá annarri
starfsemi hafnarinnar, verði færð og komið fyrir á vesturkanti hafnarinnar.
4. Vesturhluti hafnarinnar sem er merktur VÞ21 á samþykktu skipulagi í dag og
er það svæði skilgreint fyrir verslun og þjónustu, verði endurskipulagt og verði
hluti af hafnarsvæðinu og sérstaklega skilgreint sem svæði fyrir fyrirtæki og
einstaklinga sem tengjast hafnarstarfsemi og tengdri þjónustustarfsemi.
Að öðru leyti er ekki lagðar til frekari breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi
hafnarinnar eins og það er skilgreint í aðalskipulagi Kópavogs 2019 til 2040
Gestir
- Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 12:20