Hafnarstjórn

131. fundur 30. júní 2023 kl. 11:00 - 11:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Steini Þorvaldsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

Almenn mál

1.23062006 - Ferðaþjónusta við Kópavogshöfn

Lagt fram erindi frá Rib adventures ehf. um að fá aðstöðu við Kópavogshöfn í sumar í tengslum við hvalaskoðunarferðir.
Hafnarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að veita RIB Adventures ehf. tímabundið leyfi til að koma upp færanlegri aðstöðu við
Kópavogshöfn í tengslum við ferðaþjónustu. Deildarstjóra gatnadeildar falið að ganga frá samkomulagi við rekstaraðilann.

Gestir

  • Róbert Hafsteinsson - mæting: 11:00

Almenn mál

2.23062007 - Hugsanleg breyting á varnargarði við smábátahöfnina

Frá formanni hafnarstjórnar, ósk um umræðu vegna mögulegrar breytingar á varnargarði við Kópavogshöfn.
Umræður.
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfissvið kanni hagkvæmi þess að breyta legu varnargarðsins við smábátahöfnina til vesturs og bæta þannig sjólag við norðurgarðinn og þá möguleika á stækkun smábátahafnar.

Almenn mál

3.2210243 - Ósk um bensínafgreiðslu og salernisaðstöðu við Kópavogshöfn

Frá Kvikunni siglinarklúbb,lagt fram erindi þar sem óskað er eftir liðsinni hafnarstjórnar við að koma upp salernisaðstöðu og bensínafgreiðslu.
Hafnarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að ekki er hægt að verða við erindinu að svo stöddu.

Fundi slitið - kl. 11:45.