Hafnarstjórn

124. fundur 03. mars 2022 kl. 12:00 - 13:05 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Jón Guðlaugur Magnússon formaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Atli Hermannsson
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir Starfsmaður nefndar
Dagskrá

Almenn mál

1.2202003 - Skil á upplýsingum um heimaflota og vöruflutninga 2021

Frá Vegagerðinni, dags. 31. janúar 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi vöruflutninga og heimaflota.
Hafnarstjórn samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu hafnarvarðar.

Almenn mál

2.2202262 - Hafnargjöld Kópavogshafnar

Frá hafnarverði, dags. 14.02.2022, lagt fram yfirlit yfir stöðu greiddra hafnargjalda árið 2020 og 2021.
Lagt fram.

Almenn mál

3.2202222 - Gámar á og við Kópavogshöfn

Umræða um gáma á hafnarsvæði. Hafnarstjórn ákvað á fundi sínum þann 10. desember 2020 að frestur til að fjarlægja gáma yrði veittur til 31.12.2021.
Umræður.

Almenn mál

4.2203063 - Snjómokstur og losun á hafnarsvæði. Erindi frá Auði Sigrúnardóttur

Óskað eftir upplýsingum um reglur um losun snjóskafla í vörubílaförmum í sjóinn við hafnarsvæðið og hvort leyfi frá Heilbrigðisyfirvöldum heimili slíkar massalosanir, meðal annars m.t.t. mengunarvarna.

Hafnarstjórn samþykkir að fela starfsmanni hafnarstjórnar að afla upplýsinga frá heilbrigðiseftirlitinu (HEF).

Almenn mál

5.2203061 - Lega víkingabátar við Kópavogshöfn. Erindi frá Auði Sigrúnardóttur.

Óskað eftir upplýsingum um leyfi tilgreinds báts sem sökk við höfnina nú á dögunum. Óskað eftir upplýsinum um fyrirkomulag við að ná bátnum á land; vegna mengunar og kostnaði sem af því getur hlotist.
Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar fór yfir stöðu málsins. Hafnarstjórn var sammála tillögu Birkis að Kópavogbær kaupi skipið fyrir núll krónur og nái því úr höfninni. Auður C. Sigrúnardóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn mál

6.2203056 - Ylströnd á Kársnesi. Erindi frá Auði Sigrúnardóttur

Óskað eftir kynningu á ylströnd á Kársnesi.
Frestað.

Almenn mál

7.2203065 - Reglur um umgegni og eftirfylgni við byggingarlóðir og fyrirtækjalóðir á hafnarsvæðinu. Erindi frá Auði Sigrúnardóttur.

Óskað eftir reglum um umgengni verktaka og eftirfylgni bæjaryfirvalda á byggingar- og fyrirtækjalóðum á hafnarsvæði Kársness.

Hafnarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar byggingarfulltrúa.

Almenn mál

8.2203064 - Staða mála á tiltekt á bryggjusvæði. Erindi frá Auði Sigrúnardóttur.

Óskað eftir stöðu mála og kallað eftir framkvæmdaáætlun um tiltekt á hafnarsvæði Kársness.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:05.