Hafnarstjórn

116. fundur 15. september 2020 kl. 16:15 - 17:20 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Jón Guðlaugur Magnússon aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar.
Dagskrá

Almenn mál

1.2007144 - Viðbragðsáætlun Kópavogshafnar 2020

Frá Umhverfisstofnun, dags. 7. júlí 2020, lögð fram viðbragðsáætlun fyrir Kópavogshöfn vegna ársins 2020. Bæjarráð vísaði erindinu til hafnarstjórnar á fundi sínum þann 16. júlí sl.
Lagt fram.

Gestir

  • Atli Hermannson hafnarvörður - mæting: 16:15

Almenn mál

2.2009327 - Fjárhagsáætlun 2021 - hugmyndir hafnarstjórnar

1. Hafnarstjórn leggur til að dekk verði fjarlægð og flotpúðar settir í staðinnn og tilbúinni flotbryggju fyrir eldsneytisáfyllingu verði komið á.

2. Hafnarstjórn leggur jafnframt áherslu á að bæta ásýnd hafnarinnar samhliða íbúaaukningu og aukinni þjónustu á Kársnesinu.

Almenn mál

3.1811138 - Önnur mál - hafnarstjórn

Gámar á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 19. nóvember 2019 að fela umhverfissviði að fara yfir stöðuleyfi á hafnarsvæðinu. Hafnarstjórn óskar eftir skriflegu svari frá umhverfissviði um stöðu máls.
Hafnarstjórn óskar eftir skriflegu svari frá umhverfissviði um stöðu máls.

Fundi slitið - kl. 17:20.