Hafnarstjórn

112. fundur 19. nóvember 2019 kl. 16:30 - 18:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Jón Guðlaugur Magnússon aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður nefndar
Dagskrá

Almenn mál

1.1910628 - Fjárhagsáætlun 2020

Ingólfur Arnason fjármálastjóri Kópavogsbæjar gerir grein fyrir áætluninni.
Fjárhagsáætlun Kópavogshafnar borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri Kópavogsbæjar - mæting: 16:30

Almenn mál

2.1805259 - Ýmis mál í hafnarstjórn

Yfirgefinn bátur við hafnarfyllingu.
Báturinn verður fjarlægður um mánaðarmótin nóvember/desember.

Farg á lóðinni Bakkabraut 9.
Hafnarstjórn leggur mikla áherslu á að farið verði í framkvæmdir hið fyrsta svo öryggi á svæðinu sé tryggt.

Losun bygginga- og jarðvegsúrgangs vestan Vesturvarar 32 og 36.
Samþykkt að setja upp færanlega girðingu á svæðinu.

Gámar á hafnarsvæði.
Samþykkt að fela umhverfissviði að fara yfir stöðuleyfi á hafnarsvæðinu.

Gestir

  • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 17:00

Almenn mál

3.1911510 - Starfslýsing. Eftirlitsmaður hafnarsvæðis.

Lögð fram drög að starfslýsingu eftirlitsmanns hafnarsvæðis.
Framlögð drög að starfslýsingu eftirlitsmanns hafnarsvæðis samþykkt.
Jafnframt samþykkt að auglýsa starfið og hafa umsóknarfrest til 15. desember.

Fundi slitið - kl. 18:15.