Hafnarstjórn

92. fundur 11. nóvember 2013 kl. 17:00 - 18:00 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Erlendur H. Geirdal varafulltrúi
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Ómar Stefánsson varafulltrúi
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Stefán Loftur Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Dagskrá

Almenn mál

1.1311071 - Gjaldskrá Kópavogshafnar 2014

Gjaldskráin tekur mið af almennum verðlagshækkunum hjá Kópavogsbæ eða 3%. Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, gerði grein fyrir málinu.

Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

Almenn mál

2.1311180 - Grjóthleðsla meðfram fyllingu Kópavogshafnar

Stefán L. Stefánsson skýrði frá því að þegar væri hafin söfnun á grjóti sem fellur til vegna framkvæmda í Reykjavík, sem hefði umtalsverðan sparnað í för með sér. Verkefnið verður unnið í nokkrum áföngum.

Hafnarstjórn beinir því til umhverfissviðs að kanna stöðu grjótsöfnunar á fyllingu við Ými.

Almenn mál

3.1311181 - Geymsla tækja og vinnuvéla á hafnarsvæðinu

Hafnarvörður gerði grein fyrir geymslu tækja og vinnuvéla, sem komið er fyrir í leyfisleysi á hafnarsvæði.

Hafnarstjórn undirstrikar að öll slík geymsla er óheimil nema með sérstöku leyfi hafnarvarðar.

Almenn mál

4.1311182 - Vöktun öryggismyndavéla á hafnarsvæðinu

Hafnarverði falið að kanna möguleika á að bæta vöktun með öryggismyndavélum á hafnarsvæði.

Fundi slitið - kl. 18:00.