Hafnarstjórn

109. fundur 06. nóvember 2018 kl. 16:00 - 17:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristján Friðþjófsson aðalmaður
  • Kristín Bára Alfreðsdóttir aðalmaður
  • Jón Guðlaugur Magnússon aðalmaður
  • Tómas Þór Tómasson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
Starfsmenn
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

Almenn mál

1.18051245 - Kosningar í hafnarstjórn 2018-2022

Kosning varaformanns í Hafnarstjórn.
Kristján Friðþjófsson kjörinn með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn mál

2.1805259 - Ýmis mál í hafnarstjórn

Skipulagsstjóri mun koma á fundinn og kynna framkvæmdir á hafnarsvæðinu
Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri kynnti yfirstandandi framkvæmdir og breytingar á skipulagi á hafnarsvæðinu og næsta nágrenni. Einnig kynnti hann þéttingarsvæðin í bænum.

Almenn mál

3.1810854 - Kópavogshöfn. Samningur um aðgerðir vegna mengunar innan hafnarsvæða Kópavogshafna

Lögð fram drög að samning milli Kópavogshafna og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um aðgerðir vegna mengunar innan hafnarsvæða Kópavogshafna.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn mál

4.1811138 - Önnur mál - hafnarstjórn

Rætt um hvort mögulegt sé að opna bensíndælu við höfnina.
Hafnarverði falið að ræða við Olíufélögin.

Fundi slitið - kl. 17:00.