Hafnarstjórn

100. fundur 01. júní 2015 kl. 16:30 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.1505782 - Ársreikningur Kópavogshafna

Ingólfur Arnarsson, fjármálastjóri, kynnti ársreikning Kópavogshafna.
Athygli vekur að fjármagnskostnaður hefur lækkað umtalsvert milli ára sem skýrist af lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir og lægri vöxtum.

2.1505783 - Merkingar á hafnarkantinum.

Bjarki Valberg, umhverfisfulltrúi, sat fundinn og var honum falið að útfæra merkingar við höfnina þar sem bannað verður að hjóla á höfninni. Einnig skýrði hann hugmyndir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi samræmdar merkingar.

3.1211189 - Bláfáninn fyrir smábátahöfnina í Kópavogshöfn.

Bjarki Valberg, umhverfisfulltrúi, fór yfir helstu reglur honum tengdar og hvernig bæri að innleiða hann.
Bjarka falið að gera minnisblað um hugsanlega innleiðingu fánans.
4. Önnur mál.

a) Hafnarstjóra falið að ræða við sviðsstjóra
umhverfissviðs um malbikun á hafnarsvæðinu.
b) Hafnarvörður skýrði frá endurvakningu
smábátafélagsins Kvikunar í Kópavogi sl. laugardag.

Fundi slitið.