Hafnarstjórn

82. fundur 07. maí 2012 kl. 16:30 - 17:30 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Jóhannes Stefánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hinriksdóttir aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Brynjar Örn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Júlíus Skúlason starfsmaður nefndar
  • Stefán Loftur Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jón Daði Ólafsson, formaður og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.1202618 - Vorverk við hafnirnar 2012

Stefán L. fór yfir verkefnalista og fór yfir kostnað. Stefán taldi að gamla flotbryggjan yrði dýrust, þó að kostnaðurinn yrði langt undir þeim 10 m.kr. sem ráðstafað er.
A. Laga dekk er nánast búið, 7/5 2012
B. Ljós
C. Malbik
D. Festingar á flotbryggju
E. Upptökurampur
F. Tiltekt
G. Dýpkun á Ýmishöfn: 1.000 pr. m3. Heild 2 m.kr. frá Björgun, reiknað með pramma m/gröfu. Björgun getur farið í þetta eftir 10. maí.

Hafnarstjórn er sammála um að fara í allar þessar framkvæmdir snimmhendis.

2.1205070 - Fjármögnunar- og framkvæmdaferlar í rekstri Kópavogshafna

Fjármögnun og framkvæmdaferlar fara í gegnum umhverfissvið. Ferlið er:
2.1. - Hafnarstjórn samþykkir framkvæmdir
2.2. - Júlíus fær leyfi fyrir framkvæmdum hjá umhverfissviði.
2.3. - Eftir samþykkir þá lætur Júlíus klára verkið.
2.4. - Reikningar fyrir verki fara til umhverfissviðs.
2.5. - Umhverfissvið heldur utan um fjárheimildir og að ekki sé farið fram yfir.

3.1204075 - Ársreikningur Hafnarsjóðs 2011

Ingólfur Arnarson fjármála- og hagsýslustjóri fór yfir ársreikning hafnarinnar fyrir 2011. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar minnihlutans gagnrýna það harðlega að ársreikningur skuli lagður fram án þess að hafa verið á dagskrá fundarins. Ef litið er á reikninginn má sjá að rekstur hafnarsjóðs er í jafnvægi og er það ekki síst að þakka útsjónarsemi og dugnaði hafnarvarðar. Mikilvægt er að hafnarreglugerð sé fylgt þannig að bæði tekjur og gjöld sem og eignir og skuldir hafnarsvæðisins séu færðar til bókar í ársreikningi.
Ingibjörg Hinriksdóttir, Gísli Skarphéðinsson, Brynjar Gunnarsson"

Fjármála- og hagsýslustjóra Kópavogsbæjar falið að koma með ítarlegri sundurgreiningar á eignfærslu í ársreikningi.

4.1205194 - Losun jarðvegs á hafnarsvæðinu

Fram kom tillaga umhverfissviðs um að losa mold á fyllingu hafnarsvæðisins með fyrirhugaða uppgræðslu í huga á næsta ári.

Hafnarstjórn tekur jákvætt í að heimila losun moldar á fyllingu hafnarsvæðis, enda hafi það ekki kostnað fyrir hafnarsjóð í för með sér.  Umhverfissviði falið að sjá um útfærslu.

5.1204067 - Hafnardagur 2012

Formaður kynnti hugmyndir að Hafnardegi 2012. Frekari hugmyndir verða lagðar fram í júní ef forsendur ganga eftir.

Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:30.