Hafnarstjórn

87. fundur 10. janúar 2013 kl. 16:30 - 17:45 að Bakkabraut 9
Fundinn sátu:
  • Jón Daði Ólafsson formaður
  • Jóhannes Stefánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hinriksdóttir aðalmaður
  • Gísli Steinar Skarphéðinsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson hafnarstjóri
  • Ómar Stefánsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.1212239 - Gjaldskrá Kópavogshafna 2013

Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, gerði grein fyrir gjaldskrá Kópavogshafna, þar sem fram kom að hækkun á milli ára fylgdi vísitölu í megin atriðum eða 4-6% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

2.1212240 - Fjármögnun Kópavogshafna 2013

Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, fór yfir niðurstöður reikninga ársins 2012. Þar kom fram að niðurstaða ársins var í samræmi við áætlun skv. bráðabirgðatölum.
Stofnkostnaður var rúmlega 3.7 mkr. í plús m.v. áætlun 2012.

3.1212241 - Aðalskipulag Kópavogs - Kópavogshafnir

Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri, gerði grein fyrir breytingum á deiliskipulagi á hafnarsvæði og breytingar í drögum að nýju aðalskipulagi á og í nágrenni hafnarsvæðisins.

Fundi slitið - kl. 17:45.