Framkvæmdaráð

51. fundur 29. maí 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Loftur Stefánsson embættismaður
  • Hjálmar Hjálmarsson
Fundargerð ritaði: Þuríður Björk Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá
Hjálmar Hjálmarsson mætti til fundarins kl. 8.17.

1.1305334 - Umsókn um lóð undir iðnaðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn frá Steinbock þjónustunni ehf. um lóðina Vesturvör nr. 50. Frestað til næsta fundar framkvæmdaráðs. Lóðin verður auglýst til úthlutunar á vef bæjarins fram að næsta fundi framkvæmdaráðs.

2.1305569 - Vextir á markaði, samanborið við vexti ÍLS

Frá fjármála- og hagsýslustjóra

Fjármála- og hagsýslustjóri gerði grein fyrir vöxtum á markaði samanborið við vexti Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdaráð veitir heimild til að hefja kaup á íbúðum undir félagslegt húsnæði með eigin fjármögnun.

3.1305522 - Hressingarhælið, framkvæmdir

Frá umsjónarmanni fasteigna

Framkvæmdaráð veitir heimild til lokaðs útboðs til sex fyrirtækja á lagfæringum utanhúss á hressingarhælinu í Kópavogi. Útboðið nær til endurnýjunar á gluggum og útihurðum, endurnýjun á þaki, múrviðgerðir og málun utanhúss. Samþykkt með tveimur atkvæðum.

Guðríður Arnardóttir bókar:

Undirrituð telur eðlilegt að framkvæmdir við Hressingarhælið fari í opið útboð. Mjög óskýrar forsendur eru fyrir því að leitað sér til þröngs hóps verktaka og ekki liggur fyrir hvaða aðilum verður boðið að taka þátt í verkinu.  

Gunnar Ingi Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Verkið er mjög sérhæft og því eðlilegt að verkið fari í lokað útboð.

Guðríður Arnardóttir bókar: Sé verkið sérhæft er ekkert því til fyrirstöðu að setja um það ramma í opnu útboði

4.1304092 - Malbik 2013

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Þriðjudaginn 28. maí 2013 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í malbik yfir lagnir og nýlagnir í Kópavogi 2013. Einnig voru opnuð tilboð í malbikskaup 2013, skv. útboðsgögnum gerðum af Framkvæmdadeild Kópavogs dags. 1. maí 2013. Framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfði hf. um malbiks yfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2013. Framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfði ehf. um malbikskaup fyrir árið 2013.

5.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Staða sumarráðningar 2013 kynnt. Framkvæmdaráð heimilar að þeim umsækjendum um sumarstörf sem ekki eru komnir með vinnu verði boðin vinna í sex vikur (30 daga), annar afleiddur kostnaður verður hagræddur innan sviðsins.

6.1304388 - Strætó, biðstöðvar í Kópavogi

Frá deildarstjóra eignadeildar

Listi yfir forgangsröðun framkvæmda 2013 um kaup og viðhald á biðskýlum lagður fram.

7.1305565 - Ferskur fiskur rammasamningsútboð

Frá innkaupafulltrúa

Framkvæmdaráð heimilar að boðið verði út í rammasamningsútboði kaup á ferskum fiski og ferskum fiskvörum fyrir mötuneyti velferðar- og menntasviðs.

8.1304188 - Fyrirspurn um stöðu framkvæmda við nýbyggingar.

Frá byggingarfulltrúa

Byggingafulltrúi gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýbyggingar.

Fundi slitið - kl. 10:15.