Framkvæmdaráð

3. fundur 10. nóvember 2010 kl. 08:15 - 10:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá

1.1011180 - Leiðakerfi Strætó bs.

Tillögur Strætó bs. að breyttu leiðakerfi í Kópavogi.

Sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs falið að ræða við Strætó bs. um tengingar við Mjódd, með tilliti til tillagna nr. 3c og 3d.

2.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Minnisblað frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Lagt er til við bæjarráð að sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs verði falið að undirbúa útboð á sorphirðu í Kópavogi. Nýtt kerfi taki gildi í síðasta lagi í lok árs 2011.

3.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Tillögur sviðsstjóra framkvæmdasviðs um stofnkostnaðarliði.

Sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs falið að forgangsraða verkefnum í tillögu um stofnkostnaðarliði og meti hversu mikill kostnaður er við nauðsynlegan undirbúning framkvæmda.

4.1011183 - Jólaskreytingar 2010

Tillaga garðyrkjustjóra um jólaskreytingar.

Tillagan samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.