Framkvæmdaráð

45. fundur 13. febrúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir
  • Stefán Loftur Stefánsson
Fundargerð ritaði: Þuríður Björk Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1302299 - Vinnuskóli Kópavogs 2013

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma 14 - 17 ára unglinga, ásamt upplýsingum um vinnuskóla á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2012. Framkvæmdaráð samþykkir tillögur um laun og vinnutíma 14 - 17 ára unglinga.

2.1208683 - Austurkór 3. Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk

Frá deildarstjóra eignadeildar.

Þriðjudaginn 12. febrúar 2013 var opnuð verðkönnun í verkfræðihönnun Austurkór 3, íbúðarúrræði fyrir fatlað fólk.  Lagt er til við framkvæmdráð að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur, Versa verkfræðistofu, jarðvinna, burðarvirki, grundun og lagna- og loftræstikerfi,  og verkfræðistofuna Afl og Orka, raflagnir. Samþykkt.

3.1301515 - Fyrirspurn Ólafs Þórs Gunnarssonar, bílastæði við sundlaug Kópavogs.

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs.

Minnisblað frá umhverfissviði lagt fram.

4.1301563 - Sala fasteigna. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Frá deildarstjóra eignadeildar.

Frestað til  næsta fundar framkvæmdaráðs.

5.1208544 - Digranesvegur 12 - sala.

Frá deildarstjóra eignadeildar.

Formleg tilboð komu í eignina frá tveimur fasteignasölum, Eignaborg ehf. og Höðfaborg ehf., auk þess komu einhverjir til að skoða eignina frá Fasteignasölu Kópavogs. Hagstæðasta tilboðið í eignina kom í gegnum fasteignasöluna Höfðaborg ehf., Hliðasmára 2 og gengu þeir frá kaupunum.

6.1212105 - Áskorun varðandi fyrirhugaða lokun bílastæðis við Hamraborg 6a

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Lagt fram.

7.1302297 - Fatasöfnun Rauða krossins

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Samþykkt er að veita Rauða Kross Íslands heimild til að koma fatasöfnunargámum við valdar grenndarstöðvar.

8.1302231 - Innkaupafulltrúi, greinargerð

Frá innkaupafulltrúa.

Lögð er fram greinargerð innkaupafulltrúa Kópavogsbæjar þar sem lýst er helstu verkefnum innkaupafulltrúa frá því hann var ráðinn til starfa í október 2012.

9.1211407 - Samningur um leigu á vatns- og kaffivélum.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Innkaupafulltrúi fór yfir málið.  Lagt er til við framkvæmdaráð að samið verði við Hressingu um leigu á kaffivélum, vatnsvélum og kaup á kaffi og tengdum vörum fyrir allar stofnanir Kópavogsbæjar.

Samþykkt með tveimur atkvæðum. Guðríður Arnardóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu um málið.

10.1302301 - Garðlönd Kópavogsbæjar 2013

Frá garðyrkjustjóra.

Lögð fram tillaga um leigugjald, ásamt upplýsingum um starfsemina. Framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu um leigugjald.

11.1302300 - Skólagarðar Kópavogs 2013

Frá garðyrkjustjóra.

Lögð fram tillaga um þátttökugjald, ásamt upplýsingum um starfsemina. Framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu um þátttökugjald.

12.1010046 - Kosning í framkvæmdaráð 2010 - 2014

Í leyfi Ólafs Þórs Gunnarssonar frá störfum sem bæjarfulltrúi er Arnþór Sigurðsson tilnefndur sem áheyrnarfulltrúi í framkvæmdaráði.  Hann er boðinn velkomin til starfa.

13.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Lagðar fram tillögur að almennum vinnureglum við ráðningar, ásamt greinargerð um fjölda starfsmanna. Framkvæmdaráð samþykkir tillögur að vinnureglum.

14.1302305 - Dimmuhvarf 2, fjárveiting til viðhalds og breytinga

Frá deildarstjóra eignadeildar.

Guðríður Arnardóttir leggur til að málinu verði vísað til félagsmálaráðs. Einn greiddi atkvæði með og tveir á móti og er tillögunni því hafnað.

 

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að 10 miljónir af þeim 70 miljónum sem ætlaðar eru í hönnun á Austurkór 3b samkvæmt fjárhagsáætlun 2013 verði nýttar í brýnt viðhald og endurbætur á fasteignum vegna málefna fatlaðra. Jafnframt er lagt til að fjárveitingu við hönnun á Austurkór 3b verði vísað til fjárhagsáætlunar 2014. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Guðríður Arnardóttir greiðir atkvæði á móti.

 

Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Það er ljóst að lánveitingar vegna félagslegra íbúða hafa ekki verið í 8 mánuði þar sem ekki liggur fyrir enn reglugerð vegna þeirra mála frá ráðuneytinu.

 

Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð bendir á þá staðreynd að um leið og meirihluti framkvæmdarráðs ætlar að ráðast í  viðhald og breytingar á sambýlinu við Dimmuhvarf mun það fresta byggingu sérhannaðra íbúða við Austurkór ætlaðar til búsetu fyrir fatlað fólk.  Það tel ég ekki ásættanlegt og hefði talið eðlilegt að Félagsmálaráð veitti umsögn um málið.  Á það skal bent að það er afar brýnt að framkvæmdir við íbúðir af þessu tagi hefjist sem fyrst enda þörfin mikil.  Að skýla sér bak við íbúðalánasjóð dugar skammt enda stóð ekki annað til en hönnun og undirbúningur framkvæmda við Austurkór yrði fjármagnaður af Kópavogsbæ.

 

Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Færsla er á fjármunum til Dimmuhvarfs 2 er frá Austurkór 3b sem eru almennar leiguíbúðir fyrir fatlaða.   Fjármögnun frá íbúðalánasjóði hefur ekki enn fengist þar sem reglugerð frá velferðarráðuneyti vegna félagslegra leiguíbúða hefur ekki  litið dagsins ljós í eina átta mánði. Ráðist verður í framkvæmdir þegar fjármögnun liggur fyrir.  Fjármunir til sambýlis til Austurkór 3, sem eru sérhannaðar íbúðir fyrir fatlaða verað samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2013.

15.1302304 - Tröllakór 1-3, sala íbúðar.

Frá deildarstjóra eignadeildar.

Frestað um óákveðinn tíma.

16.1302082 - Álfhólsvegur 22. Beiðni um niðurfellingu eða lækkun gatnagerðargjalda

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Beiðni Mótanda ehf. um lækkun eða niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingarframkvæmda við Álfhólsveg nr. 22 er hafnað að svo stöddu. Sviðsstjóra og fjármála- og hagsýslustjóra falið að gera tillögu að framtíðarskipan gatnagerðargjalda vegna þéttingu byggðar.

17.1301113 - Austurkór 15-33, framsal byggingarréttar.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Kjarnabygg ehf., kt. 601109-0770 hefur óskað eftir heimild til að framselja lóðarréttindi að Austurkór 15-33 til félagsins Austurkór 15-33 ehf., kt. 621112-0310. Lagt er til við bæjarráð að framsal verði heimilað.

18.1302242 - Aflakór 6. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Frestað til næsta fundar framkvæmdaráðs.

19.1302240 - Fróðaþing 29. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Borist hefur umsókn um lóðina Fróðaþing 29 frá Ívari Þór Hilmarssyni, kt. 310783-3749 og Björk Kjartansdóttur, kt. 060486-2289.  Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni.

20.1302065 - Örvasalir 1. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Borist hefur umsókn um lóðina Örvasalir 1 frá Hildi Sjöfn Ingvarsdóttur, kt. 230276-3159 og Valgeiri Guðlaugssyni, kt. 110278-3659. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni.

21.1301342 - Akrakór 2-4. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Umsókninni er hafnað þar sem fullnægjandi gögn hafa ekki borist með henni.

Fundi slitið - kl. 10:15.