Framkvæmdaráð

57. fundur 13. nóvember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari umhverfissviði
Dagskrá

1.1310341 - Austurkór 58. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 58 frá Hólmfríði Halldórsdóttur kt. 090782-3209 og Gunnari Fannberg kt. 041074-4189. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst undanfarna mánuði á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Austurkór 58.

2.1310477 - Austurkór 12. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 12 frá Kristni Lund kt. 110448-4499 og Guðnýju K. Guttormsdóttur kt. 180652-7799. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst undanfarna mánuði á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Austurkór 12.

3.1302228 - Kópavogsbrún 2-4, umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Lagt fram erindi sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 12. nóvember 2013, þar sem skýrð er framvinda vegna úthlutana Kópavogsbrún 2 - 4. Framkvæmdaráð samþykkir að heimila framsal lóðarréttinda Kópavogsbrún 4 frá Sætrar ehf. til Tónahvarf ehf. Fyrir fund bæjarstjórnar liggi fyrir framkvæmdaáætlun Tónahvarfs ehf. vegna uppbyggingar Kópavogsbrún 2-4. Jafnframt samþykkir framkvæmdaráð að Sætrar ehf. hafi vilyrði til úthlutunar sambærilegs byggingarmagns lóðar og úthlutun Kópavogsbrún 4 fól í sér, enda liggi fyrir umsókn um tiltekna lóð eða lóðir. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.1310503 - Fróðaþing 7, framsal lóðaréttinda

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Borist hefur erindi Ríkharðs Flemming Jensen kt. 210169-4079 dags. 30. október 2013, þar sem óskað er eftir að lóðarréttindi Fróðaþingi 7 verði færð á Tannbjörg ehf. kt. 680601-2160. Framkvæmdaráð samþykkir að heimilað verði að færa lóðarréttindi Fróðaþing 7 til Tannbjörg ehf.  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

 

Ólafur Þór Gunnarsson lauk fundarsetu kl.8:50.

5.1306233 - Vatnsendahlíð, yfirtökugjöld.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Framkvæmdaráð ítrekar samþykkt frá fundi 12. júní 2013 um yfirtökugjöld í Vatnsendahlíð, sbr. fundargerð bæjarráðs 13. júní 2013. Framkvæmdaráð samþykkir að lóðir í Vallaþingi verði auglýstar lausar til úthlutunar á heimasíðu Kópavogsbæjar. Vegna samnings um Vatnsenda, skal dregið um lóð til handhafa réttar skv. eignarnámssátt dags. 30. janúar 2007, áður en almenn úthlutun á sér stað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað að hann sitji hjá. 

Tillaga formanns:

Framkvæmdaráð samþykkir að tekin verði frá ein lóð fyrir 22 íbúða fjölbýlishús fyrir félagslegar íbúðir, sem byggðar verði af Kópavogsbæ og því ekki sett í úrdrátt. Tillagan er felld, einn með og einn á móti. Fulltrúi Framsóknarflokks bókar hjásetu, þar sem tillagan lá ekki fyrir í

fundargögnum. 

Fulltrúi Samfylkingar bókar:

Ekki er æskilegt að reisa fjölbýlishús eingöngu fyrir félagslegar íbúðir. Nær væri að bæjarfélagið keypti stakar félagslegar íbúðir í fjölbýli í bænum í samræmi við þann viðmiðunarfjölda, sem félagsmálaráð vinnur eftir. 

Bæjarstjóri tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

Formaður bókar:

Afstaða Samfylkingarinnar í þessu máli sýnir í raun afstöðu hennar gagnvart þeim sem eiga í mestum erfiðleikum í húsnæðismálum.

Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar:

Afstaða Samfylkingarinnar byggir á þeim viðmiðunum sem félagsmálaráð vinnur eftir. 

Formaður vísar tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1311111 - Skemmuvegur 48, stækkun lóðar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Borist hefur erindi Sólsteina/S. Helgason ehf. móttekið 7. nóvember 2013. Í erindinu felst að sótt er um stækkun á lóðinni Skemmuvegi 48.

Framkvæmdaráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að koma með tillögu á næsta fund framkvæmdaráðs.

7.1302672 - Lækjarbotnaland 50, innlausn lóðar, niðurrif.

Frá deildarstjóra eignadeildar.

Kópavogsbær hefur eignast húseign á leigulóðinni Lækjarbotnalandi 50. Skv. erindi deildarstjóra eignadeildar dags. 4. nóvember 2013, er óskað eftir heimild til þess að afla tilboða í að rífa húsið á lóðinni, sem er gamalt og í lélegu ástandi. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði tilboða í að fjarlægja húsið á lóðinni Lækjarbotnalandi 50.

8.1311137 - Skeljabrekka 4, niðurrif

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fyrir liggur samningur við lóðarhafa Skeljabrekku 4. Framkvæmdaráð heimilar að tilboða verði leitað í niðurrif á Skeljabrekku 4, þegar fyrir liggur þinglýst afsal. 

9.1311128 - Kársnesveita, uppsögn á þjónustu OR, vegna dælustöðva.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir að heimila að samningsákvæði (3.5) í samningi um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur (áður Reykjavíkurborgar) sé sagt upp. Jafnframt að leitað verði samninga við Verkfræðistofuna Vista ehf. og K. Tómasson ehf. um vöktun og eftirlit með dælustöðvum við Hafnarbraut og Sunnubraut, ásamt 8 öðrum dælustöðvum og dælubrunnum í Kópavogi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

10.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Lögð fram greinargerð garðyrkjustjóra og forstöðumanns vinnuskóla dags. 11. nóvember 2013, um sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013. Garðyrkjustjóri fór yfir megin atriði greinargerðarinnar.

11.1302299 - Vinnuskóli Kópavogs 2013

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Lagðar fram upplýsingar forstöðumanns vinnuskóla dags. 4. nóvember 2011, um fjölda unglinga eftir starfstímabilum 2013. Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:15.