Framkvæmdaráð

32. fundur 06. júní 2012 kl. 08:15 - 10:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson
Fundargerð ritaði: Þuríður B. Sigurjónsdóttir, hdl. skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá
Í ljósi athugasemda sem bárust frá Ólafi Gunnarssyni verður boðað framvegis til fundar framkvæmdaráðs á mánudegi fyrir fund. Miðað er við að fundir verði fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði.

1.1205499 - Þorrasalir 31. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu í samræmi við umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Guðríður Arnardóttir bókar: Umsækjandi um lóðina hefur þegar fengið úthlutað tveimur lóðum hjá bænum sem eru ógreiddar og engar framkvæmdir farnar af stað.  Að úthluta lóð til aðila sem er í skuld við bæinn er að öllu leyti óeðilegt og samræmist ekki úthlutunarreglum.  Öðrum umsækjendum hefur verið neitað um lóð á sömu forsendum. 

2.1205566 - Þorrasalir 9-11. Beiðni um framsal á lóð

Frá bæjarráði. Umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Meirirhluti framkvæmdaráðs samþykkir framsal í samræmi við umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs. 

 

Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð leggst gegn nafnabreytingu á umræddri lóð.  Lóðarhafi hyggst flytja lóðina inn í nýstofnað fyrirtæki með nýja kennitölu.  Fyrir réttum mánuði síðan var þessari lóð úthlutað og dregið á milli umsækjenda.  Ég hefði talið eðilegt að lóðarhafi skilaði inn lóðinni og henni yrði þá úthlutað að nýju.

 

Ómar Stefánsson og Gunnar Birgisson leggja fram bókun: Viðskiptasaga Mótex ehf er til fyrirmyndar gagnvart Kópavogsbæ.  Fyrirtækið er 7 ára gamalt og er eitt fárra sem stóð af sér hrunið sem varð í byggðariðnaðinum.  Smbærilegar nafnbreytingar hafa áður verið heimilaðar.

3.1205536 - Kópavogsbarð 6 / Kópavogsbarð 8. Sótt um skipti á lóðum

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn.

Samþykkt í samræmi við umsögn skrifstofustjóra.  Þá skal umsækjandi auk þess skila inn til bæjarins framkvæmdaáætlun innan tveggja vikna annars skulu lóðarhafar skila lóðinni.

4.1201357 - Sumarstörf 2012

Frá áhaldahúsi. Lagt fram yfirlit yfir sumarstörf.

Málið kynnt. Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir sumarvinnu.

5.910522 - Örvasalir 14, umsókn um byggingarleyfi.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Búið er að ræða við Remax Lind og Eignaborg um almenna sölu lóðarinnar. Gengið verður frá sölusamningi í vikunni.

Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð óskar eftir því að fleiri fasteignasölum en Remax Lind og Eignaborg verði gefin kostur á að selja lóðina.

Undirrituð óskar skýringa á því hvers vegna þessum tveimur fasteignasölum er gefin kostur á að selja lóðirnar fremur en öðrum fasteignasölum en t.a.m. eru fleiri fasteignasölur en þessar tvær í Kópavogi.

Tillaga Guðríðar Arnardóttur var felld.

Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Ákveðið var að óska eftir þjónustu fyrirtækja í heimabyggð varðandi þetta mál.

6.1204233 - Hólmaþing 7. Skil á lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Afsal vegna lóðarinnar hefur verið lagt inn til þinglýsingar. Búið er að ræða við Remax Lind og Eignaborg um almenna sölu lóðarinnar. Gengið verður frá sölusamningi í vikunni að því gefnu að afsali fyrir lóðina til Kópavogsbæjar hafi verið þinglýst.

 

Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð óskar eftir því að fleiri fasteignasölum en Remax Lind og Eignaborg verði gefin kostur á að selja lóðina.

Undirrituð óskar skýringa á því hvers vegna þessum tveimur fasteignasölum er gefin kostur á að selja lóðirnar fremur en öðrum fasteignasölum en t.a.m. eru fleiri fasteignasölur en þessar tvær í Kópavogi

Tillaga Guðríðar Arnardóttur var felld.

Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Ákveðið var að óska eftir þjónustu fyrirtækja í heimabyggð varðandi þetta mál.

7.810518 - Samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs.

Frá sviðsstjóra. Samstarfssamningur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Lagt fram til kynningar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

8.1205401 - Almannakór 5. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Samþykkt.

9.1206055 - Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði. Austurkór 63-75.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn.

Samþykkt.

10.1204060 - Forsetakosningar 2012

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Teppalögn á gólfi í íþróttahúsinu Smáranum.

Samþykkt. Kostnaður verður tekin annars vegar af liðnum: Kosningar og hins vegar af liðnum: Kostnaður af viðhaldi íþróttamannvirkja. 

11.1203277 - Verðkönnun í bifreiðar fyrir Kópavogsbæ

Heimiluð verði sala á Rav bifreið og kaup á Citroen bifreið frá Brimborg.

Guðríður Arnardóttir bókar:

Með tilvísun í bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar óska ég eftir því að málinu verð frestað.

Meirihluti framkvæmdaráðs lítur jákvætt á málið og þar sem hér er um að ræða mjög umhverfisvæna lausn og í anda stefnu Kópavogsbæjar í umhverfismálum. Málið verður afgreitt á næsta fundi ráðsins.

 

Guðríður Arnardóttir bókar:

Ekki verður deilt um það en ég bendi meirihlutanum í Framkvæmdarráði á að bókun þeirra er merkingarlaus þar sem málinu er frestað lögum samkvæmt. Málið var ekki á dagskrá fundarins sem var boðaður með of skömmum fyrirvara og gögn í málinu voru lögð fram á fundinum.  Því er eðilegt að málinu sé frestað.

Kl. 9.30 vék Ómar Stefánsson af fundi og sæti hans tók Alexander Arnarson.

Fundi slitið - kl. 10:00.