- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu í samræmi við umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs.
Guðríður Arnardóttir bókar: Umsækjandi um lóðina hefur þegar fengið úthlutað tveimur lóðum hjá bænum sem eru ógreiddar og engar framkvæmdir farnar af stað. Að úthluta lóð til aðila sem er í skuld við bæinn er að öllu leyti óeðilegt og samræmist ekki úthlutunarreglum. Öðrum umsækjendum hefur verið neitað um lóð á sömu forsendum.
Meirirhluti framkvæmdaráðs samþykkir framsal í samræmi við umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs.
Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð leggst gegn nafnabreytingu á umræddri lóð. Lóðarhafi hyggst flytja lóðina inn í nýstofnað fyrirtæki með nýja kennitölu. Fyrir réttum mánuði síðan var þessari lóð úthlutað og dregið á milli umsækjenda. Ég hefði talið eðilegt að lóðarhafi skilaði inn lóðinni og henni yrði þá úthlutað að nýju.
Ómar Stefánsson og Gunnar Birgisson leggja fram bókun: Viðskiptasaga Mótex ehf er til fyrirmyndar gagnvart Kópavogsbæ. Fyrirtækið er 7 ára gamalt og er eitt fárra sem stóð af sér hrunið sem varð í byggðariðnaðinum. Smbærilegar nafnbreytingar hafa áður verið heimilaðar.
Samþykkt í samræmi við umsögn skrifstofustjóra. Þá skal umsækjandi auk þess skila inn til bæjarins framkvæmdaáætlun innan tveggja vikna annars skulu lóðarhafar skila lóðinni.
Málið kynnt. Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir sumarvinnu.
Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Búið er að ræða við Remax Lind og Eignaborg um almenna sölu lóðarinnar. Gengið verður frá sölusamningi í vikunni.
Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð óskar eftir því að fleiri fasteignasölum en Remax Lind og Eignaborg verði gefin kostur á að selja lóðina.
Undirrituð óskar skýringa á því hvers vegna þessum tveimur fasteignasölum er gefin kostur á að selja lóðirnar fremur en öðrum fasteignasölum en t.a.m. eru fleiri fasteignasölur en þessar tvær í Kópavogi.
Tillaga Guðríðar Arnardóttur var felld.
Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Ákveðið var að óska eftir þjónustu fyrirtækja í heimabyggð varðandi þetta mál.
Afsal vegna lóðarinnar hefur verið lagt inn til þinglýsingar. Búið er að ræða við Remax Lind og Eignaborg um almenna sölu lóðarinnar. Gengið verður frá sölusamningi í vikunni að því gefnu að afsali fyrir lóðina til Kópavogsbæjar hafi verið þinglýst.
Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð óskar eftir því að fleiri fasteignasölum en Remax Lind og Eignaborg verði gefin kostur á að selja lóðina. Undirrituð óskar skýringa á því hvers vegna þessum tveimur fasteignasölum er gefin kostur á að selja lóðirnar fremur en öðrum fasteignasölum en t.a.m. eru fleiri fasteignasölur en þessar tvær í Kópavogi
Tillaga Guðríðar Arnardóttur var felld.
Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Ákveðið var að óska eftir þjónustu fyrirtækja í heimabyggð varðandi þetta mál.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Lagt fram til kynningar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt.
Samþykkt.
Samþykkt. Kostnaður verður tekin annars vegar af liðnum: Kosningar og hins vegar af liðnum: Kostnaður af viðhaldi íþróttamannvirkja.
Heimiluð verði sala á Rav bifreið og kaup á Citroen bifreið frá Brimborg.
Guðríður Arnardóttir bókar:
Með tilvísun í bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar óska ég eftir því að málinu verð frestað.
Meirihluti framkvæmdaráðs lítur jákvætt á málið og þar sem hér er um að ræða mjög umhverfisvæna lausn og í anda stefnu Kópavogsbæjar í umhverfismálum. Málið verður afgreitt á næsta fundi ráðsins.
Guðríður Arnardóttir bókar:
Ekki verður deilt um það en ég bendi meirihlutanum í Framkvæmdarráði á að bókun þeirra er merkingarlaus þar sem málinu er frestað lögum samkvæmt. Málið var ekki á dagskrá fundarins sem var boðaður með of skömmum fyrirvara og gögn í málinu voru lögð fram á fundinum. Því er eðilegt að málinu sé frestað.
Fundi slitið - kl. 10:00.