- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hér hefur verið nefnt það fordæmi að skili lóðarhafi inn lóð til bæjarins sé lóðinni úthlutað til annars aðila hafi tveir eða fleiri sótt um tiltekna lóð, án þess að lóðin sé auglýst að nýju.
Í því sambandi óskar undirrituð eftir upplýsingum um allar lóðir sem hefur verið skilað inn á árunum 2010 til og með ársins 2012 og skuli sérstaklega tilgreint hvaða lóðum hefur verið úthlutað aftur án auglýsinga ásamt rökstuðningi fyrir endurúthlutun.
Jafnframt lista yfir allar þær lóðir sem var skilað inn í kjölfar lóðaúthlutana bæjarins árin 2004 til 2008, hversu margir sóttu um hverja lóð í upphafi ásamt upplýsingum um endurúthlutun þ.e. í hvaða tilfellum hver og ein lóð var auglýst að nýju og hvenær var endurúthlutað án auglýsingar.
Óskað er eftir tillögum að úrbótum að bílastæðum við sundlaug Kópavogs.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að S.Þ. Verktökum ehf. kt. 550393-2399 verði úthlutað lóðinni Austurkór 84 - 86.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að S.Þ.Verktökum verði heimilað að skila lóðinni Kópavogsgerði 5 - 7. Fyrir liggur umsókn frá Dverghömrum ehf. um þessa lóð. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að þeim verði úthlutað lóðinni Kópavogsgerði 5-7. Þessi afgreiðsla er sambærileg við úthlutun lóðarinnar Þorrasalir 13-15.
Guðríður Arnardóttir bókar: Er á móti þessu og finnst afar óeðlilegt að lóðinni sé úthlutað á sama tíma og henni er skilað.
Hjálmar Hjálmarsson bókar: Ég er sammála bókun Guðríðar Arnardóttur.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf. kt. 550206-0210 verði úthlutað lóðinni Austurkór 43, 45, 47, 47a.
Samþykkt með tveimur atkvæðum og einn situr hjá.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Bjössa ehf. kt. 650603-3540 verði úthlutað lóðinni Dalaþing 34.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Húsasmíði ehf og Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf. um lóðina Austurkór 43, 45, 47, 47a verði hafnað.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 8 verði hafnað.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 6 verði hafnað.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 4 verði hafnað.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 3 verði hafnað.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 2 verði hafnað.
Lögð fram skýrsla um sumarstörf 2012. Skýrslan kynnt. Framkvæmdaráð þakkar garðyrkjustjóra fyrir greinargóða skýrslu.
Lagt fram yfirlit yfir verðsamanburð á leigu á vatns- og kaffivélum og kaffikaupum á stofnunum Kópavogs. Fyrir liggur tillaga frá deildarstjóra framkvæmdadeildar og innkaupafulltrúa um leigu á kaffivélum, vatnsvélum og kaup á kaffi og tengdum vörum. Lagt er til við framkvæmdaráð að samið verði við Selecta um leigu á kaffivélum, vatnsvélum og kaup á kaffi og tengdum vörum fyrir allar stofnanir Kópavogsbæjar. Samþykkt með tveimur atkvæðum.
Lögð er fram áskorun forstöðumanna menningarstofnana Kópavogsbæjar dags. 7. desember 2012, varðandi fyrirhugaða lokun á bílastæði við Hamraborg 6a að vestanverðu. "Mótmælt er harðlega að framangreindu bílastæði verði lokað áður en fyrir liggja viðundandi samþykktar mótvægisaðgerðir til að bæta upp þá skerðingu sem gestir og viðskiptavinir stofnananna verða fyrir við lokun bílastæðisins."
Lagt fram deiliskipulag svæðisins dags. 10. apríl 1997, staðfest af Skipulagsstjóra ríkisins. Á deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir bílastæðum á umræddu svæði.
Ómar Stefánsson bókar: Ég tel erindi sem þetta ekki eiga heima í framkvæmdaráði.
Sviðsstjóra umhverfissvið falið að svara erindinu.
Sviðsstjóri umhverfissvið kynnti málið og drög að samningum um úthlutun lóða og viðlegukants við Vesturvör. Frestað til næsta fundar.
Á fundi bæjarráðs 22. nóvember sl. var erindi Alþingis um ósk um umsögn Kópavogsbæjar um frumvarp til laga um opinber innkaup, vísað til framkvæmdaráðs til umsagnar. Lagt fram erindi skrifstofustjóra umhverfissviðs dags. 11. desember 2012, þar sem lagt er til að skrifstofustjóra verði falið að fara yfir frumvarpið og gera umsögn um það til Alþingis ef þörf reynist. Samþykkt.
Lagt fram svar deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 4. desember 2012, við fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar í framkvæmdaráði 14. nóvember sl.
Lagt fram yfirlit sviðsstjóra vegna úthlutanir lóða og staða framkvæmda miðað við 1. desember 2012. Sviðsstjóra falið að koma með tillögu að dagsektum á þær framkvæmdir á fasteignum sem ekki eru hafnar eða lokið innan tilskilinna tímamarka.
Lagt fram erindi deildarstjóra eignadeildar dags. 10. desember 2012, þar sem lögð er til leiguupphæð, varðandi afnot AA Samtakanna af húsnæðinu Dalbrekku 4. Lagt er til að AA samtökin greiði Kópavogsbæ kr. 50.000.- á mánuði fyrir afnot af húsinu og að leigusamningurinn sé tímabundin til fjögurra ára. Lok leigutíma verði 1. janúar 2017. Samþykkt.
Lagt fram erindi sviðsstjóra umhverfissviðs og félagsmálastjóra dags. 10. desember 2012 þar sem lagt er til að Kópavogsbær tilkynni Velferðarráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og leigusala, að Kópavogsbær telji sig ekki bundinn af leigusamningi um húsnæðið Dalvegi 18. Samþykkt.
Lagt fram erindi deildarstjóra eignadeildar dags. 10. desember 2012, þar sem lagt er til að heimilað verði að auglýsa kjallara á Digranesvegi 12 til sölu. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram drög að samkomulagi um ný staðarmörk Kópavogsbæjar og Garðabæjar á Kjóavöllum, sbr. sameiginlegt deiliskipulag Kópavogs og Garðabæjar dags. 29. september 2009 og samning Kópavogsbæjar, Garðabæjar og hestamannafélaganna Gusts og Andvara dags. 8. júní 2012. Samþykkt og vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Lögð fram skýrsla um framkvæmdir 2012. Skýrslan kynnt.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 1 verði hafnað.