Framkvæmdaráð

50. fundur 07. maí 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður Björk Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1304505 - Almannakór 1. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra

Borist hefur umsókn um lóðina nr. 1 við Almannakór frá Ernu Guðmundsdóttur kr. 171277-4779 og Óla Geir Stefánssyni kt. 111177-5119. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lagt er til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni nr. 1 Almannakór.

2.1304446 - Hlíðarendi 14,umsókn um hesthúsalóð

Frá skrifstofustjóra

Borist hefur umsókn um lóðina Hlíðarendi 14 frá Jóni Braga Bergmann kt. 260468-3329 og Óttari Má Bergmann kt. 070170-4429. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lagt er til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Hlíðarenda 14.

3.1212172 - Kópavogsgerði 5 - 7, umsókn Dverghamra ehf. um lóð

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Málið kynnt.

4.1304099 - Vallaþing, gatnagerð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Frestað.

5.1305042 - Dalvegur endurbætur, gatnagerð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Framkvæmdaráð samþykkir með tveimur atkvæðum að boðið verði út í opnu útboði breikkun og breytingar á umferðaskipulagi Dalvegar milli Digranesvegar og Dalvegar 18 með fyrirvara um að samþykkt skipulag liggi fyrir. Guðríður greiðir atkvæði gegn.

Guðríður Arnardóttir bókar:

Undirrituð bendir á að ekki hefur verið fjallað um umrædda skipulagsbreytingu í skipulagsnefnd og hvað þá bæjarstjórn. Breytingar á umferðarskipulagi Dalvegar hafa verið umdeildar og m.a. hefur lögreglan gert athugasemdir við málið.  Ég tel því óeðlilegt að vinna frekar að málinu og hvað þá undirbúa útboð á verki sem ekki hefur fengið endanlega afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir

Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Undanfarið ár hefur verið unnið að breytingu á skipulagi á svæðinu í samvinnu við stofnanir og fyrirtækjum á svæðinu. Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson.

Ólafur Gunnarsson bókar:

Undirritaður telur ekki eðlilegt að samþykkja útboð á framkvæmd sem ekki hefur verið samþykkt á skipulagi. Ólafur Gunnarsson.

Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson bóka: Samþykki framkvæmdaráðs er með fyrirvara um samþykki skipulagsnefndar sem fundar í dag. Gunnar Birgisson og Ómar Stefánsson.

6.1208683 - Austurkór 3. Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk

Frá deildarstjóra eignadeildar

Framkvæmdaráð heimilar að boðið verði út í opnu útboði bygging á sex íbúðum fyrir fatlaða einstalingar að Austurkór 3b.

7.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli, húsnæðismál

Frá deildarstjóra eignadeildar

Þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í verkið - "Vatnsendaskóli Kópavogi lausar kennslustofur" skv. útboðsgögnum gerðum af umhverfissviði Kópavogs.  Framkvæmdaráð samþykkir að tilboði frá Einari P og Kó verði tekið í lausar kennslustofur við Vatnsendaskóla.

8.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Garðyrkjustjóri gerði grein fyrir stöðu ráðninga vegna sumarstarfa hjá Kópavogsbæ 2013. Garðyrkjustjóri mun gera frekar grein fyrir sumarstörfum 2013 á næsta fundi framkvæmdaráðs.

9.1304188 - Fyrirspurn um stöðu framkvæmda við nýbyggingar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýbyggingar. Byggingarfulltrúi mun gera nánar grein fyrir málinu á næsta fundi og leggja fram tillögur um aðgerðir vegna stöðu  nýframkvæmda sem dregist hafa.

Ómar Stefánsson bókar: Það þarf að benda eigendum Norðurturnins við Smáralind á að Kópavogsbær hefur það neyðarúrræði að óska eftir heimild til að taka turninn eignarnámi ef framkvæmdir við turninn hefjast ekki innan tíðar.

10.1304461 - Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni um losun taðs við hesthúsin í Kópavogi.

Frá garðyrkjustjóra

Garðyrkjustjóri gerði grein fyrir losun taðs frá hesthúsum í Kópavogi fyrr og nú.

Fundi slitið - kl. 10:15.