- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 155 frá Arnari Hallssyni, kt. 280972-5419 og Guðnýju Steinunni Jónsdóttur, kt. 171174-4659. Uppfylla umsækjendur skilyrði úthlutunarreglna. Lagt er til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Austurkór 155.
Borist hefur umsókn um lóðina Hlíðarendi 16 frá Jóhanni Tómasi Egilssyni, kt. 070371-4139 og Inga Svavarssyni, kt. 140588-3429. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lagt er til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Hlíðarendi 16.
Sviðsstjóra umhverfissviðs falið að ræða við umsækjendur.
Þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 14.00 voru opnuð tilboð í verkið "Álfabrekka, endurgerð á eldri götum" samkv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni Byggt ehf. og verkfræðistofunni Verkis ehf. Útboð var opið og bárust sex tilboð. Framkvæmdaráð veitir heimild til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í verkið "Knattspyrnuhúsið Fífan, nýtt gefigrasyfirborð, gerviefni á hlaupabrautir". Átta tilboð bárust og þrjú frávikstilboð. Verið er að fara yfir tilboð.
Framkvæmdaráð veitir heimild til að bjóða út í opnu útboði framkvæmdir við endurgerð eldri götu og veitulagna í Ásbraut milli Hábrautar og Kársnesbrautar.
Formaður framkvæmdaráðs gerir tillögu um að framkvæmdaráð óski eftir að fá kostnaðaráætlun fyrir gatnagerð í Vallaþingi til að gera lóðir byggingahæfar og hver eru áætluð gatnagerðargjöld af þeim lóðum sem eru að fara í gegnum skipulagsferli. Samþykkt.
Lausar kennslustofur. Heimild til útboðs. Framkvæmdaráð veitir heimild til kaupa/útboðs á tveimur lausum kennslustofum, sbr. umræðu á fundi framkvæmdaráðs 20. mars s.l.
Framkvæmdaráð veitir heimild til útboðs í lokuðu útboði eftirfarandi framkvæmd og vörukaup árið 2013: Malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2013. Malbik fyrir 2013.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að hestamannafélagið Kjóavöllum fái tímabundin afnot af skrifstofuhúsnæði, geymslu og veislusal eftir þörfum til fundahalda fyrir félagið og þá í samráði við deildarstjóra eignadeildar í reiðhöll á Glaðheimasvæði til 31. desember 2013.
Lagt er fram minnisblað um sumarráðningar 2013. Staðan að loknum umsóknarfresti.
Lagður er fram listi yfir framkvæmdir - verk 2013.
Framkvæmdaráð óskar eftir að á næsta fundi framkvæmdaráðs verði lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda við fasteignir í byggingu.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Lóðir við Jötnaþing hafa ekki verið auglýstar til úthlutunar og þá eru þær á þessu stigi ekki byggingarhæfar. Sökum þess er ekki unnt að verða við umsókn um lóðir við Jötnaþing að svo stöddu og er því umsókn hafnað.