Framkvæmdaráð

60. fundur 05. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari umhverfissviðs
Dagskrá

1.1401401 - Álmakór 13. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Álmakór 13 frá Þórunni Björk Jónsdóttur kt. 210771-4419. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilin tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Álmakór 13.

2.1402003 - Austurkór 12. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 12 frá Auði Ingu Þorsteinsdóttur kt. 260678-5589 og Theódór Hjalta Valssyni kt. 290473-5789. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilin tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 12.

3.1401757 - Austurkór 129-131, umsókn um parhúsalóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um parhúsalóðina Austurkór 129-131 frá Platún ehf. kt. 491204-2490. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilin tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað parhúsalóðinni Austurkór 129-131.

4.1401758 - Austurkór 147-149, umsókn um parhúsalóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um parhúsalóðina Austurkór 147-149 frá Platún ehf. kt. 491204-2490. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilin tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað parhúsalóðinni Austurkór 147-149.

5.1308414 - Félagslegar íbúðir, kaup Kópavogsbæjar.

Frá deildarstjóra eignadeildar

Sviðsstjóri lagði fram minnisblað deildarstjóra eignadeildar dags. 30. janúar 2014, vegna kaupa og byggingu félagslegra íbúða. Formaður vísar málinu til bæjarstjórnar. 

6.14011041 - Kópavogsbraut-Borgarholtsbraut, gatnagerð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Lagt fram erindi deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 3. febrúar 2014, þar sem þess er óskað að heimilt verði að bjóða út gerð tengivegar milli Borgarholtsbrautar og Kópavogsbrautar ásamt hringtorgi á Kópavogsbraut og tengingu frá því út á Hafnarfjarðarveg. Framkvæmdaráð heimilar útboðið.

7.1311137 - Skeljabrekka 4, niðurrif

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Mánudaginn 3. febrúar 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Niðurrif húss við Skeljabrekku 4" skv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni Wiium ráðgjöf ehf. dags. janúar 2014. Útboðið var lokað. Framkvæmdaráð heimilar að samið verði við lægsbjóðanda VGH-Mosfellsbæ ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

8.1102374 - Holræsahreinsun, samningur.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Samningur er við Hreinsitækni ehf. um hreinsun fráveitulagna, niðurfalla, fastefnagildra við dælustöðvar, rotþróa og myndun fráveitulagna. Verktími samningsins er tvö ár, með heimild til framlengingar um þrjú ár, með samþykki beggja aðila. Hreinsitækni ehf. hefur staðið að öllu leiti við framkvæmd verksamnings og leyst vel úr þeim verkefnum, sem upp hafa komið. Framkvæmdaráð samþykkir að verksamningur um hreinsun fráveitukerfis í Kópavogi, verði framlengdur um þrjú ár. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.  

9.1401024 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2014, 18 ára og eldri.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Lögð fram samantekt upplýsinga vegna "Sumarstarfa 18 ára og eldri hjá Kópavogsbæ 2014," dags. 31. janúar 2014. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri og Sigurður Grétar Ólafsson forstöðumaður Vinnuskóla gerðu grein fyrir tillögu að fyrirkomulagi sumarstarfa hjá Kópavogsbæ. Framkvæmdaráð samþykkir vinnureglur og fyrirkomulag varðandi sumarstörf hjá Kópavogsbæ, 18 ára og eldri. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Ómar Stefánsson vék af fundi við umfjöllun um sumarstörf á menntasviði. 

10.1401022 - Vinnuskóli Kópavogs 2014.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs um laun og vinnutíma árið 2014, dags. 31. janúar 2014. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri og Sigurður Grétar Ólafsson forstöðumaður Vinnuskóla gerðu grein fyrir tillögu að fyrirkomulagi starfs Vinnuskóla Kópavogsbæjar 2014.

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu og vísar til næsta fundar framkvæmdaráðs, þá verði lagðar fram ítarlegri tillögur varðandi fyrirkomulag starfs Vinnuskólans.  

11.1401025 - Skólagarðar Kópavogs 2014.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Sviðsstjóri umhverfissviðs lagði fram minnisblað garðyrkjustjóra um "Skólagarða Kópavogs 2014," dags. 27. janúar 2014. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri og Sigurður Grétar Ólafsson forstöðumaður Vinnuskóla gerðu grein fyrir fyrirkomulagi skólagarða Kópavogs 2014.

Lagt er til að fyrirkomulag skólagarða verði með sama sniði árið 2014 og var á síðasta ári, nema að skólagarðar sem voru við Baugakór, færast að Arnarnesvegi. Þátttökugjald verði óbreytt frá síðasta ári, eða kr. 4.200.- Framkvæmdaráð samþykkir tillögu að fyrirkomulagi og þátttökugjaldi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

12.1401026 - Garðlönd Kópavogsbæjar 2014.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Sviðsstjóri umhverfissviðs lagði fram minnisblað um "Garðlönd Kópavogsbæjar 2014," dags. 27. janúar 2014. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri og Sigurður Grétar Ólafsson forstöðumaður Vinnuskóla gerðu grein fyrir fyrirkomulagi varðandi garðlönd Kópavogsbæjar 2014.

Lagt er til að fyrirkomulag garðlanda verði með svipuðu sniði árið 2014 og var á síðasta ári. Leigugjald verði óbreytt frá árinu 2013, kr. 4.200.- fyrir 25 fermetra garðland og kr. 8.400.- fyrir 50 fermetra garðland. Framkvæmdaráð samþykkir tillögu að fyrirkomulagi og þátttökugjaldi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Ómar Stefánsson bókar: "Að garðlönd við Fossvogsbrún verði ekki lögð niður, nema fyrirséð sé að önnur svæði anni eftirspurn."

13.907021 - Trjásafnið við Meltungu

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Sviðsstjóri umhverfissviðs lagði fram greinargerð garðyrkjustjóra dags. 27. janúar 2014, um stöðu samnings Kópavogsbæjar við Hríslu ehf. um leigu lands í Fossvogsdal, þar sem nú er trjásafnið í Meltungu. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri skýrði greinargerðina, m.a. er gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum árið 2014.

14.1308413 - Staða byggingarframkvæmda á lóðum

Framkvæmdaráð óskar eftir að byggingarfulltrúi komi á næsta fund framkvæmdaráðs og geri grein fyrir stöðu framkvæmda á byggingarlóðum í Kópavogi.

15.1402167 - Fráveita, skoðun rangtenginga.

Framkvæmdaráð óskar eftir tillögu umhverfissviðs varðandi tengingar inn á stofnlagnir holræsa og skyldra mála, til að koma í veg fyrir rangtengingar fráveitulagna.

Fundi slitið - kl. 10:15.