Framkvæmdaráð

35. fundur 25. júlí 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Jón Ingi Guðmundsson verkefnastjóri Umhverfissviði
Dagskrá

1.1206422 - Bílastæði framkvæmdir

Frá verkefnastjóra umhverfissviði, niðurstöður útboðs á verkunum "Íþróttahús við Vallakór, aðkoma og hlað" og "Breikkun Fífuhvammsvegar"

Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Stapar verktakar ehf.

2.1207430 - Tilboð í lóðina Örvasalir 14. Almenn sala.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Kauptilboð í lóðina Örvasalir 14

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að kauptilboð Almars Möller og Ingibjargar Þórdísar Jónsdóttur verði samþykkt.

3.1207446 - Samkomulag um kostnað við gerð hjólreiða- og göngustíga.

Frá verkefnastjóra umhverfissviði. Tillaga að samkomulagi við Vegagerðina um kostnaðarskiptingu vegna gerðar ákveðinna göngu- og hjólreiðastíga í Kópavogi.

Framkvæmdaráð vísar samningnum til afgeiðslu bæjarráðs.

4.1207450 - Heimild til útboðs.

Frá umhverfissviði: Óskað er heimildar til að bjóða út endurgerð göngu- og hjólastígsmeðfram Hafnafjarðarvegi frá Hamraborg að Kópavogslæk.

Framkvæmdaráð samþykkir opið útboð og vísar heimildinni til afgreiðslu bæjarráðs.

5.1207288 - Austurkór 15-33 15R. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð samþykkir umsögnina og úthlutar lóðinni til Kjarnibygg ehf og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1207457 - Forkaupsréttur. Huldubraut 33.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um forkaupsrétt.

Framkvækvæmdaráð samþykkir umsögnina, að falla frá forkaupsrétti.

Hjálmar leggur fram fyrirspurn um hraðahindranir á strætóleiðum. Starfsmaður upplýsir að tillaga um breytingu á Digranesvegi verður lögð fyrir umhverfis- og samgöngunefnd á næsta fundi.

Hjálmar spyr um loftgæðamæli bæjarins.

Fundi slitið - kl. 10:15.