Framkvæmdaráð

14. fundur 24. ágúst 2011 kl. 08:15 - 09:30 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir
Dagskrá

1.1007117 - Kjóavellir reiðskemma. Stofnframkvæmdir

Útboð á reiðskemmu á Kjóavöllum.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu Hestamannafélagsins Gusts og vísar málinu til bæjarráðs að nýju en ítrekar að framkvæmdir við reiðskemmu á Kjóavöllum hefjist ekki að nýju fyrr en gengið hefur verið frá lokasamningi um uppbyggingu á Kjóavöllum.

2.1108348 - Skeiðvöllur á Kjóavöllum

Útfærsla á skeiðvelli.

Framkvæmdaráð ítrekar að Kópavogsbær ætlar ekki að leggja í kostnað vegna byggingar skeiðvalla á Kjóavöllum.

3.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Endurvinnslutunnur frestað frá síðasta fundi.

Samþykkt.

4.1108350 - Framkvæmdir 2011, yfirlit

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, Verkefnastaða yfir ýmsar framkvæmdir 18. ágúst 2011.

Lagt fram.

5.1108351 - Efnahagur, staða verka

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Staða verka 22. ágúst 2011.

Lagt fram.

6.1102336 - Hæfing fyrir fatlað fólk. Húsnæðismál

Frá Jóni Inga Guðmundssyni. Kostnaðarmat á flutningi hæfingastöðva á Kópavogstún.

Lagt fram til kynningar. Málið rætt.

7.1103299 - Tilboð í húsnæði að Digranesvegi 7

Lagðar fram tillögur að fyrirkomulagi héraðsskjalasafns.

Lagt fram til kynningar.

8.1108355 - Vatnsendaskóli, geymsla fyrir eldhús

Lagt fram erindi dags. 17. ágúst 2011 frá skólastjóra Vatnsendaskóla. Óskað var eftir breytingu á teikningu vegna eldhúss.

Hafnað.

9.1103252 - Framkvæmdir við Arnarnesveg

Tillaga Vegagerðarinnar um breytta hönnun á veginum Reykjanesbraut- Fífuhvammsvegur.

Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

10.706100 - Bolaöldur. Námuvinnsla

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi jarðvegslosun við Bolaöldu að nauðsynlegt sé að fá niðurstöðu í það mál.

11.1101242 - Tilhögun innkaupamála

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks ítrekar tillögu sína sem samþykkt var í bæjarráði 13. apríl 2011. um að ráðist verði í átak þar sem innkaup stofnana verði sameinuð í þeim tilgangi að ná fram sparnaði.
Framkvæmdaráð tekur undir samþykkt bæjarráðs og ítrekar mikilvægi málsins.

Fundi slitið - kl. 09:30.