Framkvæmdaráð

12. fundur 23. júní 2011 kl. 15:00 - 15:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá

1.1106300 - Malbikun kirkjugarðshrings

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Tillaga um malbikun göngustígs umhverfis Kópavogskirkjugarð.

Samþykkt að malbika hluta kirkjugarðshringsins þ.e.a.s. göngustíg frá undirgöngum undir Fífuhvammssveg að Þorrasölum. Kostnaður verði tekinn af fjárheimildum fyrir gatnagerð á Rjúpnahæð.

2.806241 - Ósk eftir aðstöðu fyrir útvarpssenda á Rjúpnahæð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Óskað eftir afstöðu framkvæmdaráðs til áframhaldandi stöðu fjarskiptamastra á Rjúpnahæð.

Samþykkt að möstrin verði fjarlægð. Sviðsstjóra falið að svara erindinu.

3.1005121 - Merkingar á menningarstofnunum á Borgarholtinu.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Kostnaðaráætlun fyrir merkingar menningarstofnana.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.

4.809079 - Glaðheimar, niðurrif hesthúsa

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Tillaga um niðurrif hesthúsa.

Allir leigusamningar sem Kópavogsbær gerði um hesthús á Glaðheimasvæðinu veturinn 2010 til 2011 runnu út þann 20. þessa mánaðar.

 

Umhverfissviði er falið að aftengja vatn og rafmagn í húsum á svæðinu sem eru í eigu bæjarins um næstkomandi mánaðarmót.

5.1103354 - Húsnæði fyrir fatlaða. Viðræður við jöfnunarsjóð.

Tilboð um kaup á fasteignum frá Jöfnunarsjóði lagt fram.

Frestað. Fjármálastjóra falið að kanna, annars vegar áhrif kaupa á Dimmuhvarfi 2 og Kársnesbraut 110 og hins vegar áhrif samnings um langtímaleigu húsnæðisins, á skuldastöðu bæjarins.

6.1102214 - Breytingar á viðhalds- og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011

Yfirlýsing frá Vegagerð dags. 22. júní 2011 lögð fram.

Framkvæmdaráð Kópavogs óskar þess að SSH og Stjórn sambands ísl. Sveitarfélaga fjalli um málið og mótmælir einhliða ákvörðun vegagerðarinnar sem hefur verulega íþyngjandi á hrif á fjárhag bæjarins.  Framkvæmdaráð óskar svara innanríkisráðuneytisins við því hvort þeir fjármunir sem ríkisvaldið hyggst leggja í almenningssamgöngur sé fengið með því að færa  rekstur og viðhald einstakra stofnbrauta til sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 15:00.