Framkvæmdaráð

28. fundur 04. apríl 2012 kl. 08:15 - 09:45 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1203323 - Þorrasalir 9-11. Lóðarumsókn.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Umsókn um lóð sem frestað var á síðasta fundi.

Dregið var um hvort Þorrasalir 9- 11 eða 13- 15 yrði á undan í útdrætti. Þorrasalir 9- 11 var dregin út.

Úthlutunarreglur liggja frammi.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Þorrasali 9- 11 þ.e. frá Leigugörðum ehf. og Mótx ehf. Umsókn Mótx ehf. er dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 9-11.

2.1203361 - Þorrasalir 9-11. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Umsókn um lóð sem frestað var á síðasta fundi.

Dregið var um hvort Þorrasalir 9- 11 eða 13- 15 yrði á undan í útdrætti. Þorrasalir 9- 11 var dregin út.

Úthlutunarreglur liggja frammi.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Þorrasali 9- 11 þ.e. frá Leigugörðum ehf. og Mótx ehf. Umsókn Mótx ehf. er dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 9-11.

3.1203324 - Þorrasalir 13-15. Lóðarumsókn.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Umsókn um lóð sem frestað var á síðasta fundi.

Dregið var um hvort Þorrasalir 9- 11 eða 13- 15 yrði á undan í útdrætti. Þorrasalir 9- 11 var dregin út.

Úthlutunarreglur liggja frammi.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Þorrasali 13- 15 þ.e. frá Leigugörðum ehf. og Skuggabyggð ehf. Umsókn Skuggabyggðar ehf. er dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 13- 15.

4.1203371 - Þorrasalir 13-15. Lóðarumsókn.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Umsókn um lóð sem frestað var á síðasta fundi.

Dregið var um hvort Þorrasalir 9- 11 eða 13- 15 yrði á undan í útdrætti. Þorrasalir 9- 11 var dregin út.

Úthlutunarreglur liggja frammi.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Þorrasali 13- 15 þ.e. frá Leigugörðum ehf. og Skuggabyggð ehf. Umsókn Skuggabyggðar ehf. er dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 13- 15.

5.1204033 - Austurkór 2, umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Umsókn um lóð.

Fyrir liggur ein umsókn. Framkvæmdaráð samþykkir að úthluta Hásölum ehf. lóðinni Austurkór 2.

6.1103078 - Malbik

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Óskað er heimildar til að bjóða út eftirtalin verk:
1. Malbiks yfirlagnir á eldri götur og nýlagnir
2. Útboð á malbiksefni

1. Framkvæmdaráð heimilar útboð á yfirlögnum malbiks. Jafnframt heimilar framkvæmdaráð að gengið verði inn í útboð Vegagerðarinnar við lægstbjóðanda í Reepave yfirlagnir.

2. Framkvæmdaráð heimilar lokað útboð á malbiksefni.  

 

7.1204031 - Verðkönnun á sandi fyrir íþróttavelli og sandkassa

Frá garðyrkjustjóra. Kynntar niðurstöður verðkönnunar frá 3. apríl 2012.

Ómar Stefánsson vék af fundi.

Samþykkt að leita samninga við lægstbjóðanda um kaup á sandi, enda uppfylli hann skilyrði sem sett voru.

8.1201366 - Útboð á húsnæði undir líkamsræktarstöðvar í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Verölum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Opnuð tilboð í útleigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi. Engin tilboð bárust.

Málinu er frestað. Óskað eftir umsögn frá sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 09:45.