Framkvæmdaráð

21. fundur 21. desember 2011 kl. 10:15 - 12:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1103299 - Digranesvegur 7. Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn

Frá eignadeild. Þriðjudaginn 20. desember 2011 voru opnuð tilboð í verkið "Digranesvegur 7, Kópavogi, Héraðsskjalasafn, innanhússfrágangur skv. útboðsgögnum, dags. í desember 2011. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:

Bjóðandi: Tilboð samræmt og endurreikn.

Sérverk ehf. kr. 35.202.531,- kr. 36.311.654-
AF-hús ehf. kr. 48.151.848,- kr. 48.252.283-
Baldur Jónsson ehf. kr. 40.909.541,- kr. 40.989.904-
Rafvirki ehf. kr. 40.049.148,- kr. 42.154.577-
Eiríkur og Einar Valur ehf 38.843.750, -kr.38.926.185-
IAV fasteignaþj. ehf kr. 39.410.309, -kr.39.502.199-
Sveinbjörn Sigurðs. kr. 41.260.710,-kr. 42.794.860-
S.Þ. verktakar ehf. kr. 39.883.720,- kr. 39.983.591-
Rásin sf. kr. 41.507.044,- kr. 43.780.369-

Kostnaðaráætlun var kr. 47.774.486,-

Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Sérverk ehf.

Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn sat hjá.

 

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa margoft bent bent á þá staðfestir þetta tilboð að kostnaður við flutning Héraðssjalasafnsins verður yfir 100% umfram fyrstu áætlanir. Það var rangt að ráðast í þennan flutning á þessum tímapunkti, þá hefði átt að vinna að uppbyggingu Héraðsskjalasafnsins í samvinnu við nágrannasveitarfélögin sem enn eiga eftir að leysa sín safnamál. Það hefði getað dregið verulega úr kostnaði bæjarins.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Guðríður Arnardóttir og Ólafur Þór Gunnarsson leggja fram eftirfarandi bókun:

"Með nýju og fullkomnu húsnæði skapast forsendur til aukins samstarfs við nágrannasveitarfélögin.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson"

 

 

 

2.1103299 - Digranesvegur 7. Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn

Frá eignadeild. Niðurstaða verðkönnunar á hillukerfi. Leitað var eftir tilboðum frá þremur söluaðilum og bárust eftirfarandi tilboð:
Qubiqa-Nordplan kr. 9.250.218,-
Ísold-Sarpsborg kr. 12.001.692,-
Rými-Constructor kr. 12.125.753,-
Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Qubiqa-Nordplan.

Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn sat hjá.

3.706100 - Bolaöldur. Námuvinnsla

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Drög að samningi um jarðvegslosun.

Samþykkt.

4.1109043 - Geymslusvæðið, samningur

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Drög að samningi um afnot af geymslusvæði.

Samþykkt.

5.701064 - Fossvogsdalur. Spilda úr landi Kópavogsbæjar. Leigusamningur

Frá garðyrkjustjóra. Minnisblað um stöðu samnings við Hríslu ehf.

Lagt fram.

6.1112068 - Ósk um nýjan rekstrarsamning og styrk til að ljúka framkvæmdum við hús félagsins í Guðmundarlundi

Erindi frá Skógræktarfélagi Kópavogs.

Formaður framkvæmdaráðs mun funda með skógræktarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 12:00.