Framkvæmdaráð

33. fundur 20. júní 2012 kl. 08:15 - 09:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Alexander Arnarson varafulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson varafulltrúi
  • Stefán Loftur Stefánsson
Fundargerð ritaði: Þuríður B. Sigurjónsdóttir, hdl. Skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1206409 - Landsmót Víðidal 2012. Viðburðarleyfi.

Frá deildarstjóra umhverfissviðs. Kynning.

Lagt fram til kynningar.

2.1206408 - Háspennustrengur. Endurnýjun.

Frá deildarstjóra umhverfissviðs. Kynning.

Framkvæmdaleyfi háð þeim skilyrðum að framkvæmdum á götum og gangstéttum verði lokið fyrir 1.september nk.

3.1206407 - Austurkór 77. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Tveir umsækjendur eru um lóðina Austurkór 77, Dverghamar ehf. og Hús Fjárfestingar ehf. Báðir umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Óskað verður eftir að fulltrúi sýslumanns mæti á næsta fund framkvæmdaráðs og dragi á milli umsækjenda í samræmi við 13. gr. úthlutunarreglna. Samþykkt er að málinu verði frestað til næsta fundar.

4.1206402 - Álmakór 17. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Samþykkt er að úthluta lóðinni Álmakór 17 til Kristjáns Leifssonar.

5.1206401 - Austurkór 2 og Austurkór 77. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Dverghamar ehf. sótti um lóðina Austurkór 2 en henni var úthlutað í bæjarstjórn 10. apríl 2012.   Umsækjandi, Dverghamar ehf. sótti um lóðina Austurkór 77 til vara. Tveir umsækjendur eru um lóðina Austurkór 77, Dverghamar ehf. og Hús Fjárfestingar ehf. Báðir umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Óskað verður eftir að fulltrúi sýslumanns mæti á næsta fund framkvæmdaráðs og dragi á milli umsækjenda í samræmi við 13. gr. úthlutunarreglna. Samþykkt er að málinu verði frestað til næsta fundar.

6.1203277 - Verðkönnun í bifreiðar fyrir Kópavogsbæ

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Tillaga fjármálastjóra um bílakaup fyrir bæjarskrifstofur samþykkt.

7.1206424 - Lækjarbotnaland 36. Beiðni um leigu.

Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

8.1206422 - Bílastæði framkvæmdir

Frá deildarstjóra umhverfissviðs. Kórinn bílastæði og Fífuhvammsvegur breikkun. Heimild til útboðs í jarðvinnu.

Samþykkt.

9.1206438 - Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Liggja fyrir hugmyndir hjá meirihlutanum um nýtingu reiðskemmu á Glaðheimasvæðinu sem nú liggur fyrir að bærinn muni eignast.

10.1206439 - Fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar bæjarfulltrúa varðandi nýtingu Vallargerðisvallar

Liggja fyrir einhverjar hugmyndir hjá meirihlutanum varðandi nýtingu Vallargerðisvallar og svæðisins þar sem hann er nú staðsettur, meira og minna ónýttur.

11.1206440 - Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni varðandi breytingu á reglum um úthlutun fjölbýlishúsalóða.

Undirritaður leggur til að reglur og vinnulag varðandi úthlutanir fjölbýlishúsalóða verði endurskoðað hið fyrsta.
Það er afar mikilvægt að vinnubrögð við úthlutanir lóða í Kópavogi séu hafin yfir vafa og störf Framkvæmdaráðs njóti trausts. Af gefnu gefnu tilefni og í ljósi umræðu síðustu misserin er mikils um vert að reglur um lóðaúthlutanir, sér í lagi lóðir fyrir fjölbylishús verði betrumbættar og vandað betur til vinnubragða Framkvæmdaráðs

Fundi slitið - kl. 09:00.