Framkvæmdaráð

22. fundur 18. janúar 2012 kl. 10:15 - 12:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1201209 - Auðnukór 1. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Framkvæmkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Gretti Einarssyni og Ásdísi Árnadóttur verði úthlutað lóðinni Auðnukór 1, með vísan til 11. gr. úthlutunarreglna Kópavogsbæjar, þar sem aðrir umsækjendur um lóðina hafa nýlega fengið úthlutun.

2.1201208 - Auðnukór 1. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Framkvæmkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Gretti Einarssyni og Ásdísi Árnadóttur verði úthlutað lóðinni Auðnukór 1, með vísan til 11. gr. úthlutunarreglna Kópavogsbæjar, þar sem aðrir umsækjendur um lóðina hafa nýlega fengið úthlutun.

3.1201210 - Fróðaþing 7. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Guðlaugu B. Þórarinsdóttur og Guðsteini Halldórssyni verði úthlutað lóðinni Fróðaþing 7.

4.1201207 - Arakór 10. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Aðalsteini Árnasyni og Þórnýju H. Eiríksdóttur verði úthlutað lóðinni Arakór 10.

5.1201211 - Hæðarendi 14. Hæðarendi 16. Ósk um lóðaskipti og aðilaskipti.

Frá Sigurjóni Gylfasyni, Svavari Gylfa Jónssyni, Þorkeli Jónssyni, Georg Kristjánssyni og Guðjóni Þorkelssyni. Erindi varðandi lóðaskipti og lóðarhafaskipti.

Samþykkt að lóðarhafar að Hæðarenda 14 verði Guðjón Þorkelsson og Georg Kristjánsson og lóðarhafar að Hæðarenda 16 verði Sigurjón Gylfason og Svavar Gylfi Jónsson.

6.1101924 - Sörlaholt 6. Flutningur á hesthúsi.

Frá Svani Halldórssyni ofl. vegna flutnings á hesthúsi.

Framkvæmdaráð heimilar flutning húss af lóðinni Sörlaholt 6.

7.1201212 - Endurskoðun leigugjalds fyrir félagslegar íbúðir.

Frá samráðsnefnd um íbúðamál. Tillaga að breyttu leiguverði. Lagt er til að húsaleiga verði hækkuð um 6,5% og unnið verði áfram í að samræma leiguverð með hliðsjón af stærð og gæði íbúða.

Samþykkt.

8.1201213 - Verkannanir. Garðyrkjustjóri og áhaldahús.

Frá garðyrkjustjóra og verkstjóra áhaldahúss. Tillögur um verðkannanir og útboð 2012.

Lagt fram.

9.1201231 - Sumarstörf 2012

Sviðsstjóra umhverfissvið falið að taka saman gögn um sumarvinnu og vinnuskóla þ.á.m. verkefnaáætlun.

Fundi slitið - kl. 12:00.