Forvarnanefnd

24. fundur 28. apríl 2010 kl. 12:00 - 13:15 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson starfsmaður forvarnanefndar
Dagskrá

1.1004377 - Sameiginlegt þróunarverkefni Kópavogsbæjar og Lýðheilsustöðvar um heilsu og lífstíl í Kópavogi 2010

Fulltrúi Lýðheilsustöðvar, Jórlaug Heimisdóttir verkefnisstjóri kynnti niðurstöður úr skýrslu um framboð á næringu og hreyfingu í leik- og grunnksólum Kópavogsbæjar. Í skýrslunni, sem er unnin í tenglsum verkefnið eru settar fram helstu niðurstöður frá árunum 2005, 2007 og 2009.

Farið yfir kynningu á verkefninu í fjölmiðlum.

Forvarnanefnd þakkar Jórlaugu greinagóða kynningu og felur starfsmanni forvarnanefndar að koma á samráðs-og/eða kynningarfundum með Lýðheilsustöð og forsvarsmönnum leikskóla og  grunnskóla í Kópavogi sem og íþróttamála í bænum.

2.1004381 - Rannsóknir og greining - Úrvinnsla rannsókna - framhaldssamningur sveitarfélaga 2010.

Lögð fram samningsdrög er varða úrvinnslu unglinga- og ungmennarannsókna Rannsóknar og Greiningar.

Frestað og starfsmanni falið að boða fulltrúa R&G á næsta fund.

3.1004376 - Menntaskólinn í Kópavogi - Umsókn um styrk til forvarna 2010.

Forvarnanefnd samþykkir styrk vegna forvarnanámskeiða í MK fyrir næsta starfsár með svipuðum hætti og á yfirstandandi skólaári. (Maríta-kynningu)

4.1004291 - Wilhelm Norðfjörð, umsókn um styrk frá Forvarnarnefnd Kópavogs vegna ritunar bókar um sjálfsvíg.

Umsókn um útgáfustyrk lögð fram. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 13:15.