Forvarnanefnd

29. fundur 28. janúar 2011 kl. 12:00 - 13:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson starfsmaður forvarnanefndar
Dagskrá

1.1101987 - Blátt áfram - Verndarar barna

Á fundinn kom Sigríður Björnsdóttir og kynnti samstarf samtakanna við önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.  Nefndin leggur áherslu á að komið verði á samstarfi við Blátt áfram og kannað verði hvort mögulegt sé að koma á samstarfi við starfsmenntasjóði stéttarfélaganna. 

2.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Bæjarráð samþykkti drögin að umhverfisstefnu fyrir sitt leyti og óskaði umsagnar nefnda og ráða bæjarins áður en stefnan fer til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Forvarnanefnd fagnar nýrri umhverfisstefnu. Hún mun hafa stefnuna að leiðarljósi við innleiðingu Forvarnastefnu Kópavogs í Kópavogi.

3.1010363 - Matartími í grunnskólum Kópavogs.

Leitað var upplýsinga hjá grunnskólunum eftir síðasta fund nefndarinnar um það hvort breytingar hefðu orðið á matartíma grunnskólanema.  Svar barst frá einum skólastjóra þar sem fram kemur að matartími hafi verið styttur úr 40 mínútum í 25 mínútur.  Skv. 27. grein í lögum um grunnskóla skal matarhlé nemenda vera að lágmarki 30 mínútur.  Nefndin beinir því til skólanefndar að farið sé að lögum um grunnskóla um matarhlé nemenda.

4.1010336 - Marita fræðslan

Starfsmaður upplýsti að stjórnendur tveggja skóla í Kópavogi hefðu óskað eftir áframhaldandi styrk vegna verkefnisins á skólaárinu 2010-2011. 

5.1002029 - Samstarf Lífsýnar og Kópavogsbæjar vegna TST-námskeiða.

Starfsmaður lagði fram undirritað samkomulag vegna ársins 2010. 

6.1101840 - Beiðni um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2011

Lagt fram.  Erindinu er frestað.

7.11011038 - Bjargir- lífsýn. Erindi til Forvarnarnefndar vegna endurnýjunar á samningi.

Lagt fram.  Erindinu er frestað.

8.1101989 - Netnotkun barna og unglinga

Daníel Þór kynnti nýtt verkefni um forvarnir á netinu fyrir börn og unglinga.  Hann lagði til að nefndin skoðaði það mál.  Gögn munu verða send á nefndarmenn.  Umræðu er frestað.

Formaður greindi frá því að búið sé að samþykkja nýtt skipurit og starfssviði nefndarinnar verði breytt. Formaður vill þakka nefndarmönnum og starfsfólki fyrir samstarfið verði þetta síðasti fundur nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:00.