Forvarna- og frístundanefnd

38. fundur 25. maí 2016 kl. 17:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Stefán Ólafsson varafulltrúi
  • Hilmar Jökull Stefánsson varafulltrúi
  • Þóra Elfa Björnsson
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá

1.1602605 - Forvarnasjóður Kópavogs 2016

2.1603967 - Forvarnasjóður 2016-Ástráður forvarnastarf læknanema

Beiðni um styrk fyrir fræðslu til framhaldsskólanema um kynfræðslu.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita Ástráði styrk að upphæð kr.100.000.

3.1605030 - Forvarnasjóður 2016-Hjartavernd,Hjartadagshlaupið

Beiðni um styrk fyrir skipulagningu og framkvæmd hlaupsins.
Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

4.1605031 - Forvarnasjóður 2016-Þýðing á smáforritinu ´Delete Cyberbullying´.

Beiðni um styrk vegna þýðingar á smáforritinu.
Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

5.1605032 - Forvarnasjóður 2016-Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi og FEBK

Beiðni um styrk vegna þróunarverkefnisins félags- og tómstundavinir.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita félagsmiðstöðvum eldri borgara og FEBK styrk að upphæð kr.150.000.

6.1605035 - Forvarnasjóður 2016-Barna og Ungmennastarf IOGT á Íslandi.

Beiðni um styrk til að setja upp aðstöðu fyrir börn, ungmenni og fullorðna til að hittast í vímulausu umhverfi.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita IOGT styrk að upphæð kr.100.000.

7.1605038 - Forvarnasjóður 2016-Félagsmiðstöðvarnar Kjarninn og Dimma,markvissara forvarnarstarf.

Beiðni um styrk vegna þróunaverkefnis í samstarfi við skóla og foreldrafélög.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita félagsmiðstöðvunum Dimmu og Kjarnanum í samvinnu við skóla og foreldrafélög styrk að upphæð kr. 180.000.

8.1605040 - Forvarnasjóður 2016-Hugmyndabanki fyrir lífsleiknikennslu.

Beiðni um styrk vegna þróunar kennsluefnis í forvörnum fyrir grunnskóla.
Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

9.1605033 - Forvarnasjóður 2016-Sunnuhlíð, Tónlist-aukin lífsgæði.

Beiðni um styrk til að auka tónlistarhlustun í daglegu lífi íbúa og þeirra sem sækja dagvistun.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita Sunnuhlíð hjúkrunarheimili styrk að upphæð kr. 500.000.

10.1605049 - Forvarnasjóður 2016-DanceCenter í HK Digranesi.

Beiðni um styrk til að setja upp danshátíðir fyrir börn og ungmenni í Kópavogi.
Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

11.1605048 - Forvarnasjóður 2016-Grunnskólar Kópavogs

Beiðni um styrk til að kaupa og innleiða forvarnaverkefnið Vinátta.
Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

12.1605061 - Forvarnasjóður 2016-Fjölgreinastarf Lindakirkja.

Beiðni um styrk fyrir sértækt hópastarf fyrir drengi.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita fjölgreinastarfinu í Lindakirkju styrk að upphæð kr.100.000.

13.1605062 - Forvarnasjóður 2016-Ungmennaráð-jafningjafræðsla um geðheilbrigði

Beiðni um styrk fyrir forvarnaverkefni skólum í Kópavogi.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita Ungmennarráði Kópavogs styrk að upphæð kr. 260.000.

14.1605094 - Forvarnasjóður 2016-Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna- 17.júní verkefni.

Beiðni um styrktarlínu.
Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.
Önnur mál

Fundi slitið.