Forvarna- og frístundanefnd

35. fundur 17. febrúar 2016 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Rakel Másdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét S Sigbjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Stefán Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri forvarna-og frístundadeildar
Dagskrá

1.16011597 - Íþróttadeild-Frístundastyrkir Kópavogs 2015.

Lagt fram yfirlit yfir nýtingu frístundastyrkja Kópavogsbæjar á árinu 2015. Jafnframt lagðar fram upplýsingar um fjölda barna og unglinga á aldrinum 5-18 ára í bænum. Framlagt skjal er fyrsta yfirlit yfir heilt ár með breyttum reglum. Starfsmenn greindu frá því að unnið væri að nánara greiningarformi fyrirliggjandi upplýsinga út úr Frískó-kerfinu sem ætti að vera tilbúið fyrir næsta fund nefndarinnar.
Forvarna- og frístundanefnd fagnar fram komnum upplýsingum og mun taka málið aftur fyrir þegar frekari úrvinnsla gagna hefur farið fram.

2.1602605 - Forvarnasjóður Kópavogs 2016

Lagðar fram tillögur að umsóknarferli fyrir árið 2016.
Rætt um umsóknarferli, reglur og umsóknareyðublöð fyrir Fornvarnasjóð Kópavogs. Ákveðið að umsóknarfrestur verði frá 15. mars til 30. apríl 2016.
Auglýst verður í fjölmiðlum og markpóstur sendur á þá aðila sem tengjast tómstunda- og forvarnastarfi barna og unglinga.

3.1602613 - Frístundadeild-stefnumótun

Lögð fram vinnuskjöl fyrir nefndina. Efni verður safnað saman sem síðan nýtist við stefnumótun fyrir fristundamál í Kópavogi.
Tómstundadagurinn 2016 - Kynnt ráðstefnan Tómstundir og tækni ? tækifæri og áskoranir sem haldin verður
föstudaginn 19. febrúar kl. 8.30-13.30
í Skriðu Menntavísindasviði við Háteigsveg

Fundi slitið.