Forvarna- og frístundanefnd

11. fundur 13. september 2012 kl. 11:30 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Bragi Michaelsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri
  • Andri Þór Lefever starfsmaður fræðslusviðs
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá

1.1209007 - Beiðni um styrk til handa Krísuvíkursamtökunum

Lagt fram erindi frá meðferðaheimilinu Krýsuvík, þar sem óskað er eftir forvarnastyrk.

Frestað, nefndin lítur jákvætt á málið en felur deildarstjóra að afla frekari upplýsinga.

2.1207060 - Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema

Lagt fram erindi frá Ástráði, þar sem óskað er eftir forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir styrk að fjárhæð kr.100.000,-.

3.1209179 - Málefni Félagsmiðstöðva barna- og unglinga 2012

Lögð fram skýrsla um vetrarstarf félagsmiðstöðva 2011-2012.

Frestað til næsta fundar.

4.1203274 - Sumarnámskeið 2012

Lögð fram skýrsla, Sumarnámskeið 2012.

Lögð fram skýrsla um sumarnámskeið frístunda- og forvarnadeildar.  Nefndin óskar eftir heildarskýrslu um öll sumartilboð í Kópavogi sumarið 2012.

5.1203028 - Málefni Molans 2012

Lögð fram skýrsla um Skapandi sumarstörf sumarið 2012.

Lögð fram skýrsla um Skapandi sumarstörf.   Forstöðumaður Molans Andri Lefever kynnti sumarstarf Molans og komandi vetrarstarf m.a námskeið fyrir atvinnulaus ungmenni og námskeið í rímnaflæði með fagfólki.

Fundi slitið - kl. 13:00.