Forvarna- og frístundanefnd

32. fundur 09. september 2015 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Rakel Másdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Ingi Hauksson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Jóhannes Ævar Hilmarsson varafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri forvarna- og frístundanefndar
Dagskrá

1.1509225 - Frístundadeild-félagsmiðstöðvar eldri borgara.

Deildarstjóri gerir grein fyrir skipulagsbreytingum á forstöðu félagsmiðstöðva eldri borgara. Forstöðumaður fer yfir dagskrá félagsmiðstöðva.
Amanda Ólafsdóttir forstöðumaður félagsmiðstöðva eldri borgara mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfsemi og dagskrá félagsmiðstöðvanna fyrir áramót. Fyrirhugað er samstarf við grunnskóla um spjaldtölvukennslu, lestur á yngra stigi og söngur með leiksskólanum. Góð samvinna er við Félag eldri borgara í Kópavogi, ýmsa áhugamannahópa og námskeiðshaldara.

2.1509224 - Frístundadeild-Skapandi sumarstörf

Forstöðumaður Molans fer yfir skýrslu frá Skapandi sumarstörfum.
Andri Lefever forstöðumaður Molans mætti á fundinn og fylgdi eftir skýrslu frá Skapandi sumarstörfum sumarið 2015. Fjölbreytt verkefni á sviði kvikmynda, tónlistar- og myndbandagerðar, tónlistar, ritlistar, forritunar, myndlistar og textillist, fatahönnunar og ljósmyndunar. Verkefnið styður við skapandi hugsun og hönnun, afurðir sumarsins mjög áhugaverðar. Skapandi sumarstörf verða 10 ára sumarið 2016.

3.1410636 - Frístundadeild-Molinn ungmennahús

Forstöðumaður gerir grein fyrir dagskrá vetrarins.
Andri Lefever forstöðumaður Molans mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfsemi og dagskrá ungmennahússins haustið 2015.

4.1412346 - Frístundadeild-Hrafninn frístundablúbbur

Forstöðumaður gerir grein fyrir sumar- og vetrarstarfi Hrafnsins.
Frestað til næsta fundar.

5.1503536 - Frístundadeild-Sumar 2015

Verkefnastjóri tómstundamála fer yfir skýrslur sumarnámskeiða.
Forstöðumaður vinnu- og tómstundaúrræðisins í Tröð fer yfir skýrslu sumarsins.
Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri tómtundamála fylgdi eftir skýrslu sumarnámskeiða 2015. Forvarna- og frístundanefnd óskar eftir því að deildarstjóri íþróttadeildar komi á fund til umræðu um sumarnámskeið ásamt starfsmönnum frístundadeildar.

6.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Deildarstjóri kynnti verkefnið um gerð Lýðheilsustefnu fyrir Kópavogi. Forvarna- og frístundanefnd óskar eftir að verkefnastjóri verkefnisins, Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir hjá Veru ráðgjöf mæti á næsta fund nefndarinnar.

7.1509226 - Frístundadeild-Félagsmiðstöðvar barna- og unglinga.

Verkefnastjóri fer yfir vetrarstarfsskýrslur félagsmiðstöðva.
Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri tómtundamála fylgdi eftir skýrslu um vetrarstarf félagsmiðstöðvanna 2014-2015. Forvarna- og frístundanefndin felur deildarstjóra að kanna þátttöku unglinga af erlendu bergi brotnu í starfsemi félagsmiðstöðvanna.

Fundi slitið.