Forvarna- og frístundanefnd

21. fundur 14. maí 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá

1.1405150 - forvarnasjóður 2014. Hk-æfingaferð.

Lögð fram umsókn frá Íþróttafélaginu HK um forvarnastyrk.

 Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

 

2.1405265 - Málefni félagsmiðstöðva 2014

Lögð fram starfsskýrsla félagmiðstöðva.

Lögð fram starfsskýrsla 2012-2013.  Aukin aðsókn í félagsmiðstöðvarnar, sérstaklega í dag- og eftirmiðdagsopnanir.

Forvarna- og frístundanefnd minnir á mikilvægi félagsmiðstöðva í forvarnastarfi fyrir börn og unglinga í Kópavogi og lýsir ánægju sinni með starfið.

3.1404254 - Hnefaleikafélag Kópavogs - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs.

Lagt fram erindi Hnefaleikafélags Kópavogs dags. 8. apríl s.l þar sem óskað er eftir að fá aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir umsókn Hnefaleikafélags Kópavogs um aðild að frístundstyrkjum Kópavogsbæjar.

4.1404376 - Skátafélagið Kópar - Iðkendastyrkur 2014

Lögð fram umsókn frá Skátafélaginu Kópar um starfsstyrk/iðkendastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita Skátafélaginu Kópum styrk að upphæð kr. 874.620.

5.1404374 - HSSK - Iðkendastyrkur 2014

Lögð fram umsókn frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi um starfsstyrk/iðkendastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita HSSK styrk að upphæð kr. 176.280.

6.1404433 - KFUM & K - Iðkendastyrkir 2014.

Lögð fram umsókn frá æskulýðsfélaginu KFUM og K um starfsstyrk/iðkendastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita KFUM og K starfsstyrk að upphæð kr. 70.000.

7.1404559 - Íþróttafélagið Glóð. Iðkendastyrkur 2014.

Lögð fram umsókn frá Íþróttafélaginu Glóð um starfsstyrk/iðkendastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita íþróttafélaginu Glóð  styrk að upphæð kr. 70.000.

8.1401907 - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs.

Lagt fram erindi frá Bogfimisetri Íslands dags. 28. apríl s.l þar sem óskað er eftir að fá aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir umsókn Bogfimiseturs Íslands um aðild að frístundstyrkjum Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykki íþróttaráðs.

9.1405112 - Forvarnasjóður 2014. Marita fræðsla fyrir unglinga.

Lögð fram umsókn frá Vatnsendaskóla um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 65.000.

10.1405113 - Forvarnasjóður 2014. Verndarar Barna II

Lögð fram umsókn frá Blátt áfram forvarnaverkefni um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

 

11.1405114 - Forvarnasjóður 2014. Ekki meir, fræðsla um forvarnir og úrvinnslu eineltismála í grunnskólum Kópavog

Lögð fram umsókn frá Kolbrúnu Baldursdóttur um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

12.1405115 - Forvarnasjóður 2014 TST, forvarnir og fræðsla.

Lögð fram umsókn frá Bjargir Forvarnir og fræðsla um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

 

13.1405151 - Forvarnasjóður 2014.smáraskóli-Vorferð 10.bekkur

Lögð fram umsókn frá Smáraskólaum forvarnastyrk.

 Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

14.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Þann 29.10.2013 tók forvarna- og frístundanefnd til umfjöllunar drög að erindisbréfi Ungmennaráðs Kópavogs. Í framhaldi af því leggur nefndin til að formlega verði stofnað ungmennaráð í Kópavogi og það taki til starfa haustið 2014 samkvæmt erindisbréfi.

Forvarna- og frístundanefnd leggur til að stofnað verði Ungmennaráð Kópavogs sem taki til starfa haustið 2014 samkvæmt erindisbréfi.

15.1405149 - Forvarnasjóður 2014. Hörðuvallaskóli

Lögð fram umsókn frá Hörðuvallaskóla- "Hættu áður en þú byrjar" um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 40.000

16.1405124 - forvarnasjóður 2014. Kópavogsskóli

Lögð fram umsókn frá Kópavogsskóla- "Hættu áður en þú byrjar" um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 65.000.

17.1405121 - forvarnasjóður 2014. Fólk með Psoriasis

Lögð fram umsókn frá Spoex, samtök psoriasis og exemsjúklinga um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

18.1405120 - Forvarnasjóður 2014. Samskipti- og félagsvandi grunnskólabarna.

Lögð fram umsókn frá Benedikti Braga Sigurðssyni um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 500.000.

19.1405119 - Forvarnasjóður 2014. Fjölþjálfunartæki

Lögð fram umsókn frá Breiðablik-körfuknattleiksdeild efh.um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

20.1405118 - Forvarnasjóður 2014. Heilsuefling 60

Lögð fram umsókn frá Heilsuheilræði ehf.um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 500.000.

 

21.1405152 - Forvarnasjóður 2014. ADHD samtökin

Lögð fram umsókn frá ADHD samtökunum um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 500.000.

22.1405117 - Forvarnasjóður 2014. Hraustir krakkar í Kópavogi.

Lögð fram umsókn frá Heilsuheilræði efh.um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.

 

23.1404107 - Forvarnasjóður Kópavogs 2014

Umsóknir í Forvarnasjóð Kópavogs - Heildaryfirlit.

Í Forvarnasjóð Kópavogs bárust 14 umsóknir vegna forvarnaverkefna. Úthlutað er samkvæmt reglum sjóðsins. Þá ákvað forvarna- og frístundanefnd að hluti af forvarnarsjóði yrði varið í árlegar rannsóknarniðurstöður um hagi og líðan ungs fólks í Kópvogi sem nýtast mun öllum þeim sem vinna að málefnum barna og ungmenna.

24.1405168 - 17. Júní 2014

Lögð fram drög að dagskrá 17. júní hátíðarhalda.

Forvarna- og frístundanefnd þakkar góða kynningu og hvetur Kópavogsbúa til að fagna þjóðhátíðardegi á Rútstúni.

25.1403222 - Sumarnámskeið 2014

Lögð fram skýrsla frá sumarstarfi ársins 2013 og starfið 2014 kynnt (sumar.kopavogur.is).

Lögð fram skýrsla sumarnámskeiða frá 2013. Verkefnastjóri fór yfir sumarnámskeið 2013, sumarnámskeið 2014, skráningu og upplýsingar á heimasíðu sumarnámskeiða (sumar.kopavogur.is).Skráning hefur farið vel af stað en opnað var fyrir skráningu á Sumardaginn fyrsta. 

Lögð fram skýrsla frá Skapandi sumarstörfum í Molanum (16-24 ára) frá 2013. Forstöðumaður fór yfir skipulagið sumarið 2014.  Sami fjöldi ungmenna verður í verkefninu og árið 2013 eða 26 störf.

Lögð fram skýrsla frá Tröð, tómstunda- og atvinnuúrræði fyrir einstaklinga með sérþarfir (16-24 ára). Forstöðumaður fór yfir skipulagið sumarið 2014. Sagði einnig frá Frístundaklúbbnum Hrafninum, Frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir (6-15 ára). Samvinna verður við unglingavinnuna fyrir 13-15 ára.

Fundi slitið - kl. 19:00.