Forvarna- og frístundanefnd

15. fundur 07. mars 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Bragi Michaelsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Stefán Ólafsson varamaður
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri Frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.811346 - Forvarnastefna Kópavogs

Endurskoðun á Forvarnastefnu Kópavogs - Vinnufundur

Unnið var að drögum að úthlutunarreglum Forvarnasjóðs Kópavogs. Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.

2.1303070 - Forvarnir - Bréf til foreldra v/KICKUP

Lagt fram bréf sem sent var til foreldra í Kópavogi.

Forvarna- og frístundanefnd styður heilshugar að þessi vara verði bönnuð í og við stofnanir bæjarins þar sem börn- og unglingar eru.  Mælst er til þess að allir þeir sem komi að starfi með börnum og unglingum í bænum sýni gott fordæmi  í forvörnum.

3.1303144 - Sumarnámskeið Frístunda- og forvarnadeildar 2013

Kynning á skipulagi sumarnámskeiða sumarið 2013.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir starfsreglur sumarnámskeiðanna. Nefndin telur mikilvægt að starfsreglur og undirbúningsnámskeið fyrir leiðbeinendur og stjórnendur í sumarstörfum hjá Kópavogsbæ verði samræmdar.

Fundi slitið - kl. 18:00.