Forvarna- og frístundanefnd

2. fundur 10. maí 2011 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1104174 - Tillaga um endurskoðun reglna um niðurgreiðslur á æfingagjöldum til íþrótta- og frístundastarfs

Tillaga frá fundi bæjarstjórnar frá 14.04.2011  sbr. lið 8 í lögð fram til kynningar. 

 

Sviðsstjóri hefur skipað  deildarstjóra frístunda- og forvarnadeildar og deildarstjóra íþróttadeildar sem tengiliði viðkomandi deilda og verkefnastjóra íþróttadeildar sem starfsmann nefndanna vegna verkefnisins. Umræður urðu um framkvæmd  þeirra vinnu sem í hönd fer

og upplýsti Anna Birna að haft yrði samráð við nefndina um þessa vinnu.

2.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Tillaga frá fundi bæjarstjórnar frá 14.04.2011  sbr. lið 8 í lögð fram til kynningar. 

 

Nefndin fagnar framtakinu og er fús til samvinnu.

3.1105062 - Skýrsla frá forvarnadeginum 2010

Skýrsla lögð fram til kynningar.

4.1105097 - Málefni félagsstarfs eldri borgara 2011

Glæsileg uppskeruhátið var haldin sl. helgi í íþróttahúsinu Digranesi þar sem kynnt var fjölbreytt félagsstarf eldri borgara.  Menntasvið; frístunda- og forvarnadeild hefur nú formlega tekið við frístundastarfi eldri borgara í Kópavogi.

 

5.1105101 - Sumardagurinn fyrsti 2011

Fulltrúi minnihluta  leggur fram eftirfarandi tillögu:

”Ég legg til að gerður verði samstarfssamningur við Skátafélagið Kópa um þátttöku í hátíðarhöldum í Kópavogi  og hann lagður fyrir forvarna- og frístundanefnd til samþykktar.“

 

Greinargerð: Á sumardaginn fyrsta voru felld niður hátíðarhöld í Kópavogi sem verið hafa með svipuðu sniði um árabil. Mér finnst þetta afturför og legg til að ekki verði staðið að málum með þessum hætti í framtíðinni.

Skátahreyfingin hefur staðið að þessum hátíðarhöldum með bæjarfélaginu og kostnaður þarf ekki að vera mikill.  Ég tel það forvarnarstarf að sjá til þess að félögum eins og skátahreyfingunni   verði gert kleift að halda þeim sið við að halda upp á sumardaginn fyrst.

Í Garðabæ hefur verið gerður samningur við skátafélagið um þátttöku í hátíðarhöldum og sjá þeir alfarið um sumardaginn fyrst þar. Í Kópavogi hefur skátafélagið Kópar komið að hátíðarhöldum á sumardaginn fyrsta og sautjánda júní. Þá hefur félagið komið með leiktæki og lagt fram mikla sjálfboðavinnu og gert hátíðarhöldin virðulegri með þátttöku sinni.                                                              

Bragi Michaelsson

 

Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar.

6.1101915 - Sumarvinna 2011

Forvarna- og frístundanefnd óskar eftir upplýsingum á næsta fund um fjölda umsókna í sumarstörf hjá Kópavogsbæ og hversu margir voru ekki ráðnir.

7.1105061 - Málefni Molans 2011

Fundurinn færðist yfir í ungmennahúsið Molann. Forstöðumaður Molans, Andri Lefever kynnti starfsemi hússins. Nefndarmenn lýstu yfir ánægju sinni með fjölbreytt frístunda-, forvarna- og menningartilboð hússins þar sem frumkvæði og sköpunarkraftur unga fólksins fær að njóta sín.

Fundi slitið - kl. 09:00.