Forvarna- og frístundanefnd

7. fundur 07. mars 2012 kl. 11:45 - 12:45 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Bragi Michaelsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Karen Júlía Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri Frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Lagt fram til kynningar erindisbréf forvarna- og frístundanefndar. Samþykkt í bæjarráði í desember 2011.

Kosið í eftirfarandi embætti samkvæmt 2. gr. erindisbréfs, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: formaður Héðinn Sveinbjörnsson , varaformaður Una María Óskarsdóttir  og ritari Sigmar Þormar.

2.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs.

Sviðsstjóra og deildarstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Kópavogs.

3.1203028 - Málefni Molans 2012

Lagt fram til kynningar fréttabréf Molans.

Fréttabréfinu var dreift á öll póstföng í Kópavogi þann 2. mars 2012. Forvarna- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með útgáfuna og þakkar starfsmönnum frumkvæðið og vinnuframlag.  Ákveðið að á næsta fundi verði farið í vettvangsferð í ungmennahúsið Molann.

Fundi slitið - kl. 12:45.