Forvarna- og frístundanefnd

30. fundur 06. maí 2015 kl. 17:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Rakel Másdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Ingi Hauksson aðalfulltrúi
  • Margrét S Sigbjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá

1.1004381 - Rannsóknir og greining - ýmis gögn.

Lagður fram til afgreiðslu samningur frá Rannsóknum og Greiningu um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Kópavogi með ákvæðum um gildistíma.
Forvarna- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð Kópavogs að gengið verði til samninga um samstarf við Rannsókn og greiningu á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga. Áætlaður kostnaður við samninginn er innan ramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

2.1502853 - Ósk um að nýta frístundastyrk

Lagt fram til afgreiðslu erindi frá íbúa í Kópavogi, þar sem óskað var eftir því að dóttir hennar geti nýtt frístundastyrkinn til þjálfunar í Gym heilsu í Versölum, vegna sérstakra aðstæðna. Erindið var lagt fram í íþróttaráði 7. mars s.l og hafnað þann 30. apríl á fundi ráðsins á grundvelli umsagnar lögfræðisviðs þann dags. 7. apríl sl., sem telur að stök líkamsræktarkort uppfylli ekki skilyrði til frístundastyrkja eins og reglur sveitarfélagsins eru í dag. Í reglunum er ekki að finna undanþáguákvæði sem heimilar greiðslu frístundastyrks í sérstökum tilvikum.
Forvarna- og frístundanefnd hafnar erindinu þar sem það uppfyllir ekki skilyrði til frístundastyrkja eins og reglur sveitarfélagsins eru í dag.

3.1503316 - Nýting á frístundastyrk

Lagt fram erindi til afgreiðslu frá íbúa í Kópavogi, þar sem óskað var eftir því að sonur hennar geti nýtt sér tómstundastyrkinn til greiðslu á líkmasræktarkorti í Gym heilsu í sundlaugum bæjarins, vegna sérstakra aðstæðna hans. Erindið var lagt fram í íþróttaráði 19.mars sl.og hafnð þann 30. apríl á fundi ráðsins á grundvelli umsagnar lögfræðisviðs dags. 7. apríl sl., sem telur að stök líkamsræktarkort uppfylla ekki skilyrði til frístundastyrkja eins og reglur sveitarfélagsins eru í dag. Í reglunum er ekki að finna undanþáguákvæði sem heimilar greiðslu frístundastyrks í sérstökum tilvikum.

Forvarna- og frístundanefnd hafnar erindinu þar sem það uppfyllir ekki skilyrði til frístundastyrkja eins og reglur sveitarfélagsins eru í dag.

4.1503303 - Forvarnasjóður Kópavogs 2015

Lagt fram yfirlit yfir umóknir í Forvarnasjóð Kópavogs og reglur Forvarnasjóðs Kópavogs er varða úthlutun.
Farið yfir umsóknir í Forvarnasjóð Kópavogs og þær afgreiddar.

5.1504119 - Forvarnasjóður 2015.Umsókn-leikskólar Kópavogs.

Lögð fram umsókn frá Leiksskólum Kópavogs um forvarnaverkefnið, Vinátta. Frestað frá síðasta fundi.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita Leikskólum Kópavogs styrk að upphæð kr. 900.000.

6.1503731 - Forvarnasjóður 2015. Ábyrgur á netinu

Lögð fram umsókn frá Salaskóla um forvarnaverkefnið, Ábyrgur á netinu fyrir 5.-10 bekk. Frestað frá síðasta fundi.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita Salaskóla styrk að upphæð kr. 200.000.
Verkefnið er tilraunaverkefni og verður kynnt fyrir öðrum skólum og félagsmiðstöðvum.

7.1503517 - Forvarnasjóður 2015.Saman-hópurinn

Lögð fram umsókn um styrk til SAMAN hópsins. Frestað frá síðasta fundi.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita Saman hópnum styrk að upphæð kr. 100.000.

8.1504399 - Forvarnasjóður 2015-Bella net,þjálfun

Lögð fram umsókn frá Blátt Áfram um Bella-net sem er þjálfun leiðbeinenda í félagsmiðstöðvum til að vinna með stelpuhópum. Frestað frá síðasta fundi.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita Blátt áfram styrk að upphæð kr. 500.000.

9.1504400 - Forvarnasjóður 2015-Lífsleiknifræðsla

Lögð fram umsókn frá Blátt Áfram um lífleiknifræðslu fyrir 7.-10. bekk í grunnskólum Kópavogs. Frestað frá síðasta fundi.
Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni.
Önnur mál
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir harmar að forvarna- og frístundanefnd hafi ekki veitt styrk til verkefnis gegn heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi er dulin ógn og styrkurinn átti að gera teymi bæjarins kleift að móta starfið enn frekar.

Aðrir fundarmenn taka undir með Ólöfu Pálínu að heimilisofbeld

Fundi slitið.