Lagt fram til afgreiðslu erindi frá íbúa í Kópavogi, þar sem óskað var eftir því að dóttir hennar geti nýtt frístundastyrkinn til þjálfunar í Gym heilsu í Versölum, vegna sérstakra aðstæðna. Erindið var lagt fram í íþróttaráði 7. mars s.l og hafnað þann 30. apríl á fundi ráðsins á grundvelli umsagnar lögfræðisviðs þann dags. 7. apríl sl., sem telur að stök líkamsræktarkort uppfylli ekki skilyrði til frístundastyrkja eins og reglur sveitarfélagsins eru í dag. Í reglunum er ekki að finna undanþáguákvæði sem heimilar greiðslu frístundastyrks í sérstökum tilvikum.