Forvarna- og frístundanefnd

10. fundur 07. júní 2012 kl. 11:30 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Bragi Michaelsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1206032 - Ungt fólk 2012 - Rannsóknarniðurstöður, hagir og líðan ungs fólks í Kópavogi.

Kynntar niðurstöður rannsókna frá Rannsókn og Greiningu meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk í Kópavogi 2012.

Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu kynnti rannsóknarniðurstöður. Sýnt þykir að öflugt skipulagt forvarnastarf félagsmiðstöðva, leik- og grunnskóla, forráðamanna, félaga og annarra sem koma að málefnum barna- og unglinga er að skila árangri.

Í haust mun forvarna- og frístundanefnd gangast fyrir kynningarfundi á niðurstöðum skýrslunnar með öðrum og stofnunum í bænum.

2.1204196 - Styrkbeiðni vegna verkefnis til að vinna gegn aukinni kannabisneyslu ungs fólks

Forvarna- og frístundanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

3.1205461 - Skátafélagið Kópar, Iðkendastyrkur 2012

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 734.350 kr.

4.1205460 - Hjálparsveit skáta Kópavogi, Iðkendastyrkur 2012

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 225.600 kr.

5.1205463 - KFUM og K, Iðkendastyrkur 2012

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 70.000 kr.

6.1206031 - Málefni félagsmiðstöðva eldri borgara 2012

Vettvangsheimsókn í félagmiðstöðvarnar Gjábakka og Gullsmára.

Farið í heimsókn í félagsmiðstöðvarnar Gjábakka og Gullsmára.

Önnur mál

Fundi slitið - kl. 13:00.